Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Side 115

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Side 115
107 borið óhlýjan hug hvort til annars. Gullbrá átti kistu eina væna, gjörða af silfri og af miklum hagleik, gullrekna á hornum. Er sagt, að kistan hafi verið besti gripur, og að Skeggi hafi lagt fölur á hana, en það hafi átt að auka óvild á millum þeirra, auk hinnar kristnu trúar, sem Gullbrá var mjög illa við. Það var því einn dag, að Gullbrá sagði svo fyrir, að söðla skyldi hest sinn, bera út kistuna góðu, og leggja hana á hest. Áður en Gullbrá gekk út, batt hún fyrir augu sér, svo að ekki skyldi leggja í þau ofbirtu, þótt henni yrði það á, að líta yfir að Hvammi. Líkur eru til, að þetta hafi verið snemma morguns, og að sólin hafi skinið skært og fagurt um Hofakurslönd, svo sem aðra bjarta sumarmorgna. Kista Gullbrár var þá bundin ofan á hest. Sagði svo Gullbrá fyrir, að halda skyldi inn Skeggjadal. Líkur eru til, að Skeggi hafi haft einhvern grun um fyrirætlan Gullbrár, eða hvað til stæði. Um sama bil eða rjett áður en Gullbrá og föruneyti hennar lagði af stað frá Hofakri, brá Skeggi sjer yfir Hvammsá, lagði kross í gil, sem er skammt fyrir innan Hofakur, vestan Skeggjadals, á þeim stað, sem venja var að fara yfir gilið. Þá er Gullbrá, ásamt fylgdarliði sínu, kom með kistuna að gilinu þar sem krossinn var lagður, hnaut hesturinn, sem kistuna bar, svo að kistan hrökk af honum ofan í gilið. Við fall kistunnar brotnaði úr öðrum gafli hennar kengur, sem fest var með stórum málmhring í kistugaflinn. Varð Gullbrá þá það á, að kippa slæðunum frá augum sjer, og í sama bili leit hún yfir að Hvammi og bað Skeggja mikilla bölbæna, fyrir að láta krossinn í gilið, sem hún ályktaði, að hann hefði gjört, en enginn annar, og að af honum stæði allt þetta óhapp og óhamingja, sem hún varð þarna fyrir. I þess- um svifum ærðist Gullbrá af heift og hatri til Skeggja og varð al- blind á báðum augum af ofbirtu, sem lagði í þau frá Hvammi. Af þessum atburði fjekk gilið nafnið Krossgil, og það nafn hefir það borið síðan. Eftir þessar hörmungar hjelt Gullbrá áfram, og lið henn- ar, með kistuna inn Skeggjadal, þar til er komið var að gili því, sem nú er kallað Gullbrárgil (sjá 61), sem er innst við Fossabrekkur (78)'. Þar sem gilið kemur í Hvammsá, er allstór foss, sem bæði áin og gilið mynda. Sagði Gullbrá þá svo fyrir, að kistan skyldi látin síga niður í fossinn. Að því loknu steypti hún sjer á höfuðið niður í fossinn, á eftir kistunni. Síðan er þessi foss kallaður Gullbrárfoss (62). Sagnir eru um, að Skeggi bóndi í Hvammi hafi haft glöggvar gætur á þessu ferðalagi Gullbrár, töfinni við Krossgil, og ferð hennar inn dalinn. Þá er Gullbrá og lið hennar var komið nokkuð innar í dalinn, í hvarf, lagði Skeggi á stað yfir Hvammsá og fór inn að Krossgili, fann þar hringinn, sem þar varð eftir úr gafli kistu Gullbrár. Stuttu þar á eftir lagði hann aftur á stað inn Skeggjadal og staðnæmdist ekki fyr
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.