Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Qupperneq 120
Landnám Dala-Kolls.
Um það finnast eftirfarandi fjórar sögur: 1. 1 Landnámu, II.,
18. kap., er svo sagt: „Kollr nam Laxárdal allan ok allt til Haukadals-
ár".1) 2. I Laxdælu, 5. kap. stendur: „Þat sama vár, er Unnr setti bú
saman í Hvammi, fekk Kollr Þorgerðar, dóttur Þorsteins rauðs. Þat
boð kostaði Unnr; lætr hún Þorgerði heiman fylgja Laxárdal allan,
ok setti hann þar bú saman fyrir sunnan Laxá“. 3. í Njáls-sögu, 2.
kap., er sagt frá viðræðum Marðar gígju og Höskuldar Dala-Kolls-
sonar. Mörður vill vita, hver lönd Höskuldur muni afhenda Hrúti í
móðurarf hans, og svarar Höskuldur þannig: „hann skal hafa Kambs-
nes ok Hrútsstaði ok upp til Þrándargils“. 4. Landnámu, II., 18. kap.,
nokkru eftir frásögnina um Koll, stendur (um Hrút) ... „honum galt
Höskuldr í móðurarf sinn Kambsnes-land milli Haukdalsár ok hryggj-
ar þess, er gengr ór fjalli ofan í sjó“. Það ber þeim Landnámu og Lax-
dælu saman um, að Dala-Kollur hafi numið „Laxárdal allan“, og verður
það atriði, út af fyrir sig, ekki véfengt. Frásagan í Landnámu er
saman sett úr tveimur heimildum, sem útgáfan 1843 sýnir með því að
skáletra það, sem tekið er úr öðru handriti, og vill þá svo til, að á
eftir orðunum „Laxárdal allan“, kemur „ok“, sem tilheyrir hinu ská-
letraða. Við þetta sambandsorð, „ok“, er svo bætt hinni frásögninni,2)
„alt til Haukdalsár". Það er auðséð, að þessi viðauki3) er kominn inn
í frásögnina um landnám Kolls úr frásögninni nr. 4 hjer að framan,4),
sem stendur í Landnámu, II., í 2. til 18. kap., þar sem þeir feðgar, Her-
jólfr og Hrútr eru leiddir í söguna. Sje viðbót þessi ekki skeyttvið land-
námsgrein Kolls, kemur til mála að f ylla hina skáletruðu frásögn Land-
1) þannig í þórðarbók. — í Sturlubók er (nú) eyða, og hefur sjera
þórður fyllt í hana með þeim orðum, sem hjer eru skáletruð, og mun hafa
gert rjett í því.
2) þ. e. fylgt Sturlubók, sem lá hjer til grundvallar fyrir þórðarbók.
3) Hjer er í rauninni ekki um viðauka að ræða (sbr. aths. 2).
4) það er vitanlega ekki svo, en það, sem þar segir, kemur heim við
þau orð, sem höf. nefnir viðauka.