Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Page 123
115
Þorbjarnardóttir Bjarnarsonar.11) Það sýnir Melabókar-brotið, sem
prentað er í Viðbæti III. í Landnámu-útgáfunni 1843, Kbh., bls. 350:
„Jörundr var annar son Úlfs (skjálga); hann átti Þorbjörgu knarr-
arbringu; þeira dóttir Þjóðhildr, er átti Eiríkr enn rauði, er nam
Grænland. Síðar átti Þorbjörgu Þorbjörn enn haukdælski, bróðir Jór-
unnar Bjarnardóttur, er átti Höskuldr í Laxárdal". Þetta er ekki tekið
upp í viðbæti útgáfunnar í Reykjavík 1891 og síðar og ekki heldur
í texta Melabókar, þar sem rætt er um landnám á Reykjanesi. Þessi
grein mun þó vera hárrjett, en ekki hrærigrautur af rjettu og röngu,
eins og greinin um Kolla Hróaldsson. I þessu mun liggja á þann veg,
sem jeg nú vil skýra frá nokkuð nánar.
Höskuldur Dala-Kollsson hefir verið tvígiftur. Fyrri konan var
Hallfríður, dóttir Þorbjarnar at Vatni, en síðari konan hefir verið
systir Þorbjarnar, en föðursystir fyrri konunnar.12) Þorbjörn þessi at
Vatni getur ekki verið sonur Bjarnar, er nam Bjarnarfjörð fyrir
norðan Steingrímsfjörð eða í Kaldrananesshreppi. Engin rök eru í
hans landnámssögu um það efni og vitnisburður Laxdælu um ætt-
göfgi Jórunnar og föðurfólk hennar verður ekki hrakinn með þjóð-
sögunni í Njálu um þjófsaugun, og mægð Höskuldar við þjófa- og
galdra-pakkið, Ljúfu í Bjarnarfirði og Svan á Svanshóli, því að þessi
þjóðsaga er auðsýnilega smíðuð Hallgerði Höskuldsdóttur til hnjóðs.
11) Hin tilvitnuðu oi'ð, sú frásögn, að Höskuldur hafi átt Hallfríði, dótt-
ur Bjarnar, er nam Bjárnarfjörð, eru að eins í Ilauksbók, í þessari grein,
k. 98; í Sturlubók segir, að kona Höskulds hafi heitið Hallfríður og verið
dóttir þorbjarnar at Vatni, en í Melabók er sagt, að Höskuldur hafi átt
Jórunni Bjarnardóttur, systur þorbjarnar hins haukdælska, sem er senni-
lega sami maður og þorbjörn at Vatni, og þá einnig að líkindum Bjarnar-
son, hún alsystir hans. Höf. telur „sæmilega víst“, að hann hafi verið sonur
Skjalda-Bjarnar, er nam •Bjarnarfjörð hinn nyrðra. það virðist koma betur
heim við frásögn Hauksbókar og Melabókar en Sturlubókar, þótt nafn kon-
unnar sje hið sama í Sturlubók og Hauksbók. — Laxdæla-saga segir mest
frá konu Höskuldar, og að hún hafi heitið Jórunn Bjarnardóttir, í Bjarnar-
firði, — „hins bezta bónda á öllum Ströndum", en þorbjörn, bróðir hennar,
er ekki nefndur í sögunni.
12) Hvergi segir, að Höskuldur hafi verið tvíkvæntur, heldur segir ýmist,
sjá aths. 11, að hann hafi verið kvæntur Jórunni (eða Hallfríði) Bjarnar-
dóttur, norðan úr Bjarnarfirði, systur þorbjarnar hins haukdælska (at Vatni),
eða (í Sturlubók), Hallfríði, dóttur hans. Vilji menn líta svo á, að það bendi
til, að Höskuldur hafi átt bæði systur og dóttur sama manns, virðist eðli-
lcgra, að hann hefði átt hina fyrri, systurina, fyr en dótturina. — En tíma-
talið virðist einnig gera það næsta ólíklegt, að Höskuldur hafi átt dóttur
þorbjarnar at Vatni, því að Höskuldur sýnist helzt hafa verið samtíma-
maður f ö ð u r þorbjarnar, sbr. ættarskrána á bls. 17 hjer. Raunar virðast þau
Höskuldur og Jórunn bæði hafa verið landnámsmannabörn.
8*