Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Qupperneq 126
Saga Eiríks rauða. *
í þeirri Ólafs sögu Tryggvasonar, sem kölluð hefir verið hin mikla
og prentuð var í Fornmannasögum, 1.—3. bindi (Kh. 1825—’27), er sagt
frá Eiríki rauða í 220. kap. Hefst frásögnin þannig1): »Þorvaldr hét
maðr, son Ásvalds Úlfssonar, Avxnaþórissonar. Þorvaldr ok Eiríkr
hinn rauði son hans fóro af Jaðri til íslands fyrir víga sakir; þá var
víða bygt ísland. Þeir bjöggu furst at Draungum á Hornstravndum,
þar andaðist Þorvaldr; Eiríkr fékk þá Þórhildar, dóttur Jörundar
Atlasonar ok Þorbjargar knarrarbríngu, er þá átti Þorbjörn hinn hauk-
dælski; son Eiríks ok Þórhildar hét Leifr. Réðst Eiríkr þá norðan ok bjó
á Eiríksstöðum hjá Vatzhörni; en eptir víg Eyólfs saurs ok Hólmgaungu-
Hrafns var Eirikr gjör braut or Haukadal, fór hann þá vestr til Breiða-
fjarðar ok bjó í Öxney á Eiríksstöðum, hann léði Þorgesti á Breiða-
bólstað setstokka ok náði eigi, er hann kallaði til; þaðan-af gerðust
deilur ok bardagar með þeim Eiríki ok Þorgesti, sem segir í sögu
Eiríks.*
Af þessum síðustu orðum má ráða, að sá, er ritaði þetta, muni hafa
haft »sögu Eiríks« fyrir sjer, eða tekið þetta þannig úr öðru riti, sem
samið hafði verið áður en hann setti saman þessa miklu Ólafssögu
sína. Ekki er nú kunnugt, hver hann var. Hann hefir aðallega notað
Ólafssögu Snorra Sturlusonar svo sem uppistöðu, en aukið hana og
ofið utan-um og inn-í hana geysilega mörgu og miklu. Álitið er,2) að
hann hafi gert þetta tæpum 50 árum eftir víg Snorra, á síðasta fjórð-
ungi 13. aldar; sumir hafa álitið söguna nokkru yngri3).
Haukur lögmaður Erlendsson setti saman bók þá, er við hann
er kennd, Hauksbók, nokkrum árum áður en hann dó, 1334. í henni
er m. a. saga um Eirík rauða, Leif, son hans, o. fl., að líkindum skrif-
uð í bókina árið 1331, þ. e. sennilega nokkru síðar en Ólafssaga var
J) Hjer er fylgt rithætti útgáfunnar. — Sbr. fsl. fornr., IV. b., bls. 241.
2) Finnur Jónsson, Litt. hist., II., 767.
a) Gustav Storm, Eiríks saga rauða, IX.