Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Page 129

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Page 129
121 ið skrifað af Hauki lögmanni1). En hvað sem því líður, virðist ekki alls kost- ar eðlilegt, að þessi saga hafi upphaflega verið kennd þannig við þá Þorfinn og Snorra, og landafundi þeirra, fremur en kenna hana við landafundi þeirra feðganna, Eiríks og Leifs, sem sagt er frá á undan í sögunni. í stað þess að skrifa blátt áfram heiti sögunnar sem fyrirsögn eða titil í eyðuna, eða t. a. m. Her hefr sögu Eiríks rauða, virðist Haukur lögmaður þá hafa skrifað það sama sem Árni skrifaði síðar, eða næsta líkt því, og er álitið, að hann muni hafa gert það af því, að hann taldi Þorfinn forföður sinn, sem einnig var rjett, því að Haukur var 8. maður frá honuni (Þorbjörn — Steinunn — Guðrún Þorsteinsdóttir rangláts — Halla Jörundardótt- ir — Flosi Bjarnason — Valgerður — Erlendur Jögmaður — Haukur2)). Hann hefir sjálfur prjónað dálítinn viðauka neðan-við söguna, er hún var rituð fyrir hann í Hauksbók, dálitla ættartölu o. fl. aftan-við síð- asta (14.) kapítulann, til þess að benda á þetta, þótt hann hafi raunar ekki verið svo fróður um ætt sína, að hann gerði það rjett. Hann rek- ur ætt sína til Snorra, sonar Þorfinns, sem kann að hafa verið heitinn eftir Snorra Þorbrandssyni, ef ekki langafa sínum, Snorra Þórðarsyni. En Haukur var ekki kominn af Snorra, heldur af Þorbirni, bróður hans. Ef til vill hefir Snorri Þorbrandsson, sem Haukur nefnir í fyrirsögn sinni, einnig verið frændi Þorfinns3), og Haukur þá vitað, að hann gat talið sig í ætt við hann og því viljað nefna hann. En hvað sem um það hefir verið, er sú tilgáta sennileg, að ættfærsla Hauks og með- vitundin um, að Þorfinnur karlsefni, hinn frægi landkönnuður, var for- faðir hans, hafi leitt hann til að kenna söguna við hann með yfirskrift sinni og gera viðbót neðan-við hana með ættfærslu sinni til hans4). Af þessari yfirskrift Hauks lögmanns hefir það leitt, að í pappírs- uppskriftum frá síðari öldum af sögunni í Hauksbók hefur hún verið með yfirskriftunum: »Saga edr historia Þorfinns karlsefnis Þórðarson- ar« (Á. M. í 15, 8vo, frá því um 1625, Grænlandsannáll Björns Jóns- sonar frá Skarðsá), eða »hier hefur sögu Þorfinns karlsefnis Þórðarson- ar« (Á. M. 770 b, 4to, II., 597 b, 4to, 281, 4to o. fl.); sömuleiðis og af sömu ástæðu var sagan kölluð Saga Þorfinns karlsefnis ok Snorra Þorbrandssonar, er hún var gefin út í ritsafninu Antiquitates Americanæ 1837, og á dönsku Thorfinn Karlsefnes Saga, er hún var gefin út (af Finni Magnússyni) í ritsafninu Grönlands historiske Mindesmærker skömmu síðar, og eins, Þorfinns saga Karlsefnis, er hún var gefin út í safninu íslendinga sögur 1892 (og 1928); en til þessa er vitanlega 1) Sbr. útg., Kh. 1892 -’96, bls. 425 nm. 2) Sbr. ættaskrána, ættir í Eiríks sögu rauða, í ísl. fornrit., IV. b. 8) Sbr. ísl. fornr., IV. b., bls. 218, aths. 3, og ættaskrána, er vísað var til áður. 4) Sbr. e. fr. ísl. fornr., IV. b., bls. 217—’18 með aths.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.