Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Síða 131
J
123
sömu skoðun og Storm á því máli til dauðadags. Honum mun hafa
verið ljóst, að 2. kap. í Eiríkssögu var úr Landnámabók Sturlu, en
220. kap. í Ólafssögu miklu, svo sem hún er prentuð í Fornmanna-
sögum, var þessi sami kap. úr Eiríkssögu, styttur, og 340. kap. í Ólafs-
sögu í Flateyjarbók (= 1. kap. í Græniendingasögu) var, nær allur,
eins og 220 kap. í Ólafssögu.
Dr. Björn hefir eðlilega sjeð það vel, að tilvitnunin í Ólafssögu
í »sögu Eiríks« sannaði, að sá, er sett hefði Ólafssögu saman, hefði
þekkt ritaða sögu, sem til hefði verið um Eirík. Hann álítur, að það
hafi verið misskilningur hjá Storm, fyrst og fremst, að þessi »saga Ei-
ríks« hafi verið sú Eiríkssaga, sem hann gaf út með því nafni. Hann
leggur mikið upp úr því áliti Finns Jónssonar, að Eiríkssaga sje nú
ekki eins og hún muni hafa verið í öndverðu; 1. og 2. kap., sem tekn-
ir hafa verið úr Landnámabók, muni hafa verið settir sem upphaf sög-
unnar fyrir hið frumlega upphaf1). Björn M. Ólsen var einnig á sömu
skoðun um þetta2),og hann leitaðist enn fremur við að leiða rök að því,
að til hafi verið eldri Eiríkssaga eri sú, sem varðveizt hefir í Hauks-
bók og Skálholtsbók. Dr. Björn virðist hafa fallizt algerlega á þessa
skoðun nafna síns, telur að hann hafi leitt margar traustar líkur eða
jafnvel »rök« að henni, og að telja verði »það alveg öruggt, að »saga
Eiríks« hafi haft að geyma fyllri frásögn en Landnáma um deilur og
bardaga Eiríks og Þorgests.«
Vitanlega er samsetningu Eiríkssögu að ýmsu leyti ábótavant, og
ekki verulega aðdáanleg sggnaritun, er skrifaðar voru upp hinar merki-
legu frásagnir Guðríðar Þorbjarnardóttur og Þorfinns karlsefnis, eins
og afkomendur þeirra höfðu varðveitt þær, að skella einungis framan-
við þær 2 kapítulum, skrifuðum nær óbreyttum upp eftir Land-
námabók, svo fáorðir sem þeir að sjálfsögðu voru í henni, — og ekki
einu sinni taka allt það úr henni, sem þó var eðlilegast að taka í þessa
nýju sögu3). En það er þó eigi að síður mikilla þakka vert, að það
var gert, sem gert var, og að Eiríkssaga er enn til í þeirri mynd, sem
hún er í.
En það, sem Birni M. Ólsen þótti benda á, að til hefði verið önn-
ur og eldri Eiríkssaga, var það, »að Þjóðhildur, kona Eiríks, er nefnd
Þórhildur hjer og þar í sögunni,« en eftir Landnámabók hafi hún
heitið Þjóðhildur. Storm hafði kennt þetta mislestri, en Björn M. Ólsen
áleit, að hér væri í rauninni um aðra frásögn að ræða, sem staðið
r) Sbr. Litt hist., II., 641—’42. Sbr., enn fr., þessu viðv., bls. LXXIII í form.
í fsl. fornr., IV. b.
2) Aarb. f. n. Oldkh. 1920, bls. 304.
3) Sbr ýmsar aths. hjer að Iútandi í utg. í ísl fornr. IV. og form. þar.