Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Page 132

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Page 132
124 hefði í annari og eldri Eiríkssögu. Pótti honum líklegt, að sá, er ritað hefði Landnámabók svo sem hún er í Sturlubók og Hauksbók, hefði notað þá eldri sögu. Björn M. Ólsen segir, að í 77. kap. í Landnb. svo sem hún er í Hauksbók, þeim kap., sem 2. kap. í Eiríkssögu er ritaður eftir, hafi ritarinn nefnilega fyrst skrifað Þórhildar (»Þorilldar«), en síðan breytt því í Þjóðhildar (»Þioðilldar«) samkvæmt tilsvarandi kapítula (89.) í Sturlubók. En Ólafssaga Tryggvasonar hin mikla sýni, segir Björn M. Ólsen enn fremur, að staðið hafi upphaflega Þórhild- ar í Landnámabók, svo sem hún er í Sturlubók og Hauksbók, því að í þeirri sögu sje nafnið ritað Þórhildar, en kapítulinn tekinn upp úr Landnámabók. — í þessum sama kapítula í Landnámabók og Eiríks- sögu segir Björn M. Ólsen, að Þjóðhildur sje einnig talin dóttir Jör- undar Atlasonar ins rauða, Úlfssonar skjálga, en í Landnámabók sje hún annars talin rjettilega dóttir samnefnds föðurbróður Jörundar, son- ar Úlfs skjálga, og þykir Birni M. Ólsen líklegast, að þessi villa sje runnin af sömu rót og Þórhildar-nafnið, nefnilega annari og eldri Ei- ríkssögu. Viðvíkjandi fyrra atriðinu, nafninu á konu Eiríks rauða, er það að segja, að það er alveg víst, að hún hjet Þjóðhildur, en ekki Þórhild- ur. Hún var heitin eftir ömmusystur sinni, dóttur Eyvindar austmanns, konu Þórðar Víkingssonar. í Sturlubók er nafn hennar ætíð ritað rjett (tvisvar) og sömuleiðis í Melabók (einu sinni). í Landnb. í Hauksbók kemur nafn hennar nú fyrir í það eina skipti, er Björn M. Ólsen á við, ritað þar fyrst þorilldar og síðan leiðrjett, eins og hann tekur fram. En hjer er alls ekki að ræða um handrit Hauks lögmanns sjálfs af Landnámabók, nje skrifara hans, heldur uppskrift sjera Jóns Er- lendssonar í Villingaholti, Á. M. 105 í arkarbr. Það er sjera Jón, en ekki herra Haukur, sem sannað verður á, að ritað hafi nafnið fyrst rangt (»þorilldar«), og það er sjera Jón, sem síðan hefir leiðrjett það, sjálfsagt ekki eftir Sturlubók, heldur sennilega eftir sjálfu frumritinu, Hauksbók. Sjera Jón virðist hafa endurtekið alveg sams konar villu síð- ar í uppskrift sinni, í 246. kap. í Hauksbók, er hann ritaði nafn Þjóð- hildar Þorkelsdóttur fullspaks (»ÞorilIdr«), og þar hefir hann látið vill- una standa óleiðrjetta. — Virðist því raunar ekkert af þessum hand- ritum af Landnámabók gefa tilefni til að álíta, að sá eða þeir, sem rituðu hana svo sem hún er í Sturlubók og Hauksbók, hafi haft fyrir sjer nokk- ur eldri rit, þar sem nafnið á konu Eiríks hafi verið Þórhildur. Ekki verður heldur sjeð af Ólafssögu, að nafnið hafi upphaflega verið rit- að rangt, Þórhildr, í Landnámabók, því að sá kapítuli í henni (Óls.), sem er um Eirík, virðist ekki hafa verið skrifaður þar beinlínis eftir henni (Lnb.), heldur mestmegnis eftir Eiríkssögu, sem þar er þá einnig vitn-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.