Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Page 132
124
hefði í annari og eldri Eiríkssögu. Pótti honum líklegt, að sá, er ritað
hefði Landnámabók svo sem hún er í Sturlubók og Hauksbók, hefði
notað þá eldri sögu. Björn M. Ólsen segir, að í 77. kap. í Landnb.
svo sem hún er í Hauksbók, þeim kap., sem 2. kap. í Eiríkssögu er
ritaður eftir, hafi ritarinn nefnilega fyrst skrifað Þórhildar (»Þorilldar«),
en síðan breytt því í Þjóðhildar (»Þioðilldar«) samkvæmt tilsvarandi
kapítula (89.) í Sturlubók. En Ólafssaga Tryggvasonar hin mikla sýni,
segir Björn M. Ólsen enn fremur, að staðið hafi upphaflega Þórhild-
ar í Landnámabók, svo sem hún er í Sturlubók og Hauksbók, því að
í þeirri sögu sje nafnið ritað Þórhildar, en kapítulinn tekinn upp úr
Landnámabók. — í þessum sama kapítula í Landnámabók og Eiríks-
sögu segir Björn M. Ólsen, að Þjóðhildur sje einnig talin dóttir Jör-
undar Atlasonar ins rauða, Úlfssonar skjálga, en í Landnámabók sje
hún annars talin rjettilega dóttir samnefnds föðurbróður Jörundar, son-
ar Úlfs skjálga, og þykir Birni M. Ólsen líklegast, að þessi villa sje
runnin af sömu rót og Þórhildar-nafnið, nefnilega annari og eldri Ei-
ríkssögu.
Viðvíkjandi fyrra atriðinu, nafninu á konu Eiríks rauða, er það að
segja, að það er alveg víst, að hún hjet Þjóðhildur, en ekki Þórhild-
ur. Hún var heitin eftir ömmusystur sinni, dóttur Eyvindar austmanns,
konu Þórðar Víkingssonar. í Sturlubók er nafn hennar ætíð ritað rjett
(tvisvar) og sömuleiðis í Melabók (einu sinni). í Landnb. í Hauksbók
kemur nafn hennar nú fyrir í það eina skipti, er Björn M. Ólsen á
við, ritað þar fyrst þorilldar og síðan leiðrjett, eins og hann tekur
fram. En hjer er alls ekki að ræða um handrit Hauks lögmanns sjálfs
af Landnámabók, nje skrifara hans, heldur uppskrift sjera Jóns Er-
lendssonar í Villingaholti, Á. M. 105 í arkarbr. Það er sjera Jón, en
ekki herra Haukur, sem sannað verður á, að ritað hafi nafnið fyrst
rangt (»þorilldar«), og það er sjera Jón, sem síðan hefir leiðrjett það,
sjálfsagt ekki eftir Sturlubók, heldur sennilega eftir sjálfu frumritinu,
Hauksbók. Sjera Jón virðist hafa endurtekið alveg sams konar villu síð-
ar í uppskrift sinni, í 246. kap. í Hauksbók, er hann ritaði nafn Þjóð-
hildar Þorkelsdóttur fullspaks (»ÞorilIdr«), og þar hefir hann látið vill-
una standa óleiðrjetta. — Virðist því raunar ekkert af þessum hand-
ritum af Landnámabók gefa tilefni til að álíta, að sá eða þeir, sem rituðu
hana svo sem hún er í Sturlubók og Hauksbók, hafi haft fyrir sjer nokk-
ur eldri rit, þar sem nafnið á konu Eiríks hafi verið Þórhildur. Ekki
verður heldur sjeð af Ólafssögu, að nafnið hafi upphaflega verið rit-
að rangt, Þórhildr, í Landnámabók, því að sá kapítuli í henni (Óls.), sem
er um Eirík, virðist ekki hafa verið skrifaður þar beinlínis eftir henni
(Lnb.), heldur mestmegnis eftir Eiríkssögu, sem þar er þá einnig vitn-