Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Side 133
125
að í sem heimild fyrir því, er þar segir, eins og hjer hefir áður ver-
ið tekið fram. Rangi rithátturinn í Ólafssögu sýnir því að eins það, að
nafnið hefir verið ritað rangt í þessum kapítula í Eiríkssögu, þ. e. því
handriti af henni, sem sá hefir farið eftir, er sett hefir saman Ólafs-
sögu, löngu eftir, að Eiríkssaga hafði verið skráð. Það könnumst vjer
vel við, að nafnið muni hafa verið rangt í þeim kapítula af handriti
Eiríkssögu, því að það er enn rangt í þeim kapítula í henni (2. kap.)
í báðum þeim elztu handritum af henni, sem nú eru til, Hauksbók og
Skálholtsbók (Á. M. 544, 4to, og 557, 4to). Sjálfsagt stafa þau bæði
frá frumhandriti sögunnar á einhvern hátt, og verður að kenna því
handriti (eða uppskrift af því) um villuna, en ekki neinu handriti af
Landnámab., því að ekkert fornt handrit af henni hefir haft nafnið rangt,
að því, er sjeð verður, og engar líkur eru til, að 2. kap. í Eiríkssögu
hafi verið ritaður í þau tvö handrit af henni, er nú var getið, beint
eftir neinu handriti af Landnámab. En hvað því viðvíkur, að Pjóðhildur
sje nefnd hjer og þar (»hist og her«) í sögunni Þórhildur, þá er það
nú raunar svo, að í 557 er hún hvergi néfnd rangt, nema á þessum
stað í 2. kap., og að eins tvívegis annars staðar í hinu, nefnilega í 5.
kap., sjálfsagt vegna áhrifa frá 2. kapítula, en einmitt í þeim sama (5.)
kap. er í því sama handriti nafnið þrisvar sinnum skrifað rjett. Virð-
ist því hinn rangi ritháttur nafnsins í þessum handritum af sögunni,
eða aðallega öðru þeirra einungis, alls ekki benda á, að til hafi verið
nein önnur og eldri Eiríkssaga, heldur að eins eldra handrit af henni,
eins og hún er, þar sem nafnið hafi verið ritað rangt í 2. kapítula.
Viðvíkjandi síðara atriðinu, nafninu á afa Þjóðhildar, er það að
segja, að villan Aíla fyrir Úlfs í 2. kap. sögunnar stafar bersýnilega
af ritvillu í því handriti af Landnámabók, sem höfundurinn hefir farið
eftir. Þessi ritvilla hefir einnig verið endurtekin í því handriti af Sturlu-
bók, sem Á. M. 107 í arkarbr. (uppskrift sjera Jóns Erlendssonar) hef-
ur verið skrifuð eftir, og í Hauksbók (eiginhandarriti Hauks), sem Á.
M. 105 í arkarbr. (uppskrift sama manns) er eftir; sömuleiðis hefir rit-
villan komizt úr frumhandritinu af sögunni áfram í bæði skinnhand-
ritin, sem nú eru til af henni, Hauksbók og Skálholtsbók, og enn
fremur í frumhandrit Ólafssögu. Er þetta allt augljóst. En hitt er jafn-
framt full-ljóst, að höfundi Landnámab. hefir verið vel kunnugt um ætt
Þjóðhildar, og að Atli var föðurbróðir hennar, en ekki afi, Jörundur,
sonur hans, frændi hennar, en ekki faðir, því að hann gerir glögga
grein fyrir allri fjölskyldunni. Er þessi eina ritvilla ekki nein stoð undir
kenningu um sjerstaka frásögn og tilveru sjerstakrar sögu, er nú fyr-
irfinnst hvergi, og hún er það ekki fremur fyrir það, þótt hún hafi
verið endurtekin í hugsunarleysi við uppskriftir.