Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Page 138
130
En að því, er snertir það, að 2. kap. í Eiríkssögu, svo sem hann
er nú, muni þess vegna ekki hafa getað verið í sögunni, svo sem hún
var sett saman í fyrstu, að í byrjun 5. kap. er sagt, hvað kona Eiríks
hjel, en frá því er einmitt sagt í 2. kap., þá er þar til að svara, að
það virðist nær óhugsandi, að ekki hefði verið gerð grein fyrir konu
Eiríks, sagt frá heiti hennar og ætt, í upphafi sögunnar, um leið og
þar hefði verið sagt frá Eiríki. Einmitt það, að hann kvæntist þessari
konu, olli því, að hann fluttist norðan af Hornströndum suður í Hauka-
dal, þar sem þeir atburðir gerðust, og síðan í nágrenninu, er aftur urðu
þess valdandi, að ástæða varð til að rita nokkuð að ráði um hann, —
auk annars miklu stórvægilegra, sem af þessu kvonfangi hans leiddi.
Af því einu, að sagt er í upphafi 5. kap., sem er eðlilegt framhald af
2. kap., nafn konu hans aftur, verður naumast dregin sú ályktun, að
2. kap., sem er til og á vel við, hafi alls ekki verið 1. nje 2. kap.
heldur einhver önnur ritsmíð, sem nú þekkist ekki, um Eirík og þá
að sjálfsögðu þau æviatriði hans, sem leiddu hann og fjölskyldu hans
til Grænlands. Kona Eiríks er nafngreind í upphafi 5. kap. á þann hátt,
að undarlegt mætti heita, hefði ekki verið búið að segja greinileg-
ar frá henni fyr. Þetta er orðað að eins þannig: »Eiríkr átti þá
konu, er Þjóðhildr hét, ok við henni tvá sonu,« og síðan
sagt frá þeim. Að sjálfsögðu hefði farið betur á því, vegna þess að
sagt hafði verið í 2. kap. frá kvonfangi Eiríks og nafni konunnar, að
orða setninguna t. a. m. þannig: Eiríkr átti tvá sonu við Þjóðhildi
konu sinni. — En sams konar eða mjög áþekk fyrirbrigði sjást oftar í
fornritum vorum, og verður ekki dregin af því sú ályktun jafnan, að
eitthvað annað, óþekkt nú, muni hafa staðið þar sem það er nú, sem
þar er. Virðist hóti nær að líta svo á, að þarna sé enn eitt af ýmsu,
sem ábótavant sje við þessa sögu, svo sem hún hafi frá upphafi ver-
ið. — Nokkur ástæða til að þetta var orðað svona í upphafi 5. kap.
kann að hafa verið sú, að sá, er setti söguna saman, hafði ekki sjálf-
ur samið 2. kap., að eins ritað hann upp eða fengið uppskrift af hon-
um. Hann virðist hafa vitað, sbr. það, er áður var sagt hjer, að kona
Eiríks hjet Þjóðhildur, en ekki Þórhildur, eins og stóð í uppskriftinni
af 2. kap., — þótt sá, er ritaði upp söguna í Hauksbók, Ijeti rithátt
nafnsins í 2. kap. villa sig til að rita nafnið enn rangt í upphafi 5.
kap. Það er ekki heldur alveg grunlaust um, að sá er setti söguna
saman, kunni að hafa nafngreint Þjóðhildi þannig aftur, rjett, af ásettu
ráði, af því að hann hafði veitt því eftirtekt, að nafn hennar var ritað
á annan veg, eða raunar sett annað (algengt) nafn, líkt, í stað hins
rjetta (sjaldgæfa) í frásögnina í 2. kap. — En hver svo sem ástæðan
hefir verið til þess, að upphaf 5. kap. er orðað svona, mun eðlilegast