Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Page 142
134
lands- og Vínlands-ferðir Porfinns og Guðríðar í Reyninesi, fyrst
og fremst Eiríkur í Brattahlíð. Til hans leitaði faðir Guðríðar, er
þau fóru til Grænlands, — þótt ekki kæmust þau til hans alla leið
fyrsta haustið. 'Eiríkur tók »vel við honum, með blíðu, ok kvað þat
vel, er hann var þar kominn. Var Porbjörn með honum um vetrinn
ok skuldalið hans, en þeir vistuðu háseta með bóndum. Eptir um várit
gaf Eiríkr Þorbirni land á Stokkanesi, ok var þar görr sæmiligr bær,
ok bjó hann þar síðan«. — Það er víst engin ósannindi, sem stend-
ur um Eirík á einum stað í Grænlendingasögu: »Hann var þar (þ. e.
á Grænlandi) með mestri virðingu, og lutu allir til hans.« — Leifur frá
Brattahlíð, sonur Eiríks, fór þaðan til Noregs, og varð för hans öll hin
merkilegasta og afleiðingaríkasta frægðarför. Má geta því nærri, að frá-
sagnir hans hafi orðið Guðríði og síðan Þorfinni minnisstæðar og
varpað ógleymanlegum Ijóma yfir fjölskyldu Eiríks í Brattahlíð, og fyrir
landafund Leifs í þeirri ferð og frásagnir hans var það, að þau Þor-
finnur fóru í sína frægu Vínlands-ferð, sem varð einmitt aðalefni frá-
sagna þeirra sjálfra, hið minnisstæðasta atriði í ævi þeirra og ti! þess
að halda á lofti hróðri þeirra um land allt og síðan heimsfrægð. —
Annar sonur Eiríks, Þorsteinn, varð eiginmaður Guðríðar. Samlífið með
honum, landaleit hans og hin eftirminnilegu afdrif hans urðu einn
þátturinn í frásögn hennar, ógleymanlegur alla ævi. Og er þeim þætti
lauk »tók Eiríkr við Guðríði ok var henni í föður stað«, »tók hana
til sín ok sá vel um hennar kost«, er hún var orðin ekkja og föður-
laus einstæðingur.
En er þáttur Þorfinns hefst í sögunni og frásagnir hans, verður
höfðingsskapur Eiríks sízt minni: »Buðu stýrimenn Eiríki at hafa slíkt
af varningi, sem hann vildi. En Eiríkr sýnir þeim stórmennsku af sér
í móti, því at hann bauð þessum tveim skipshöfnum til sín heim uin
vetrinn í Brattahlíð. Þetta þágu kaupmenn ok þökkuðu honum. Síðan
var fluttr heim varningr þeira í Brattahlíð; skorti þar eigi útibúr stór
til at varðveita í varning þeira; skorti þar ekki margt þat, er hafa
þurfti, ok líkaði kaupmönnum vel um vetrinn". Og svo kemur frá-
sögnin um jólahátíðina í Brattahlíð. Minnisstætt mátti þeim verða
höfðingseðli Eiríks, er kom fram í ógleði hans, þegar honum virtist
sem hann myndi ekki geta sýnt í landi sínu hinum góðu gestum þá
rausn, er honum þótti við eiga, og minnisstætt mátti Þorfinni verða,
er hann gat bætt úr vandræðunum og aukið á höfðingshróður lands-
höfðingjans, »svá at menn þóttust trautt slíka rausn sét hafa«. »Ok
eptir jólin vekr Karlsefni bónorð fyrir Eiríki um Guðríði, því at hon-
um leizk, sem hann mundi forræði á hafa; — — — ok lauk svá, at