Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Síða 143
135
Þorfinnr festi Guðríði, ok var þá aukin veizlan ok drukkit brullaup
þeira“. Og næsta sumar fara þau hjónin að „leita Vínlands ins góða“,
sem Leifur hafði fundið, og með þeim fara tvö börn Eiríks, Þorvaldur
og Freydís. — Og er þau komu aftur úr öllum þeim ævintýrum til
Grænlands, þá eru þau enn »með Eiríki rauða um vetrinn« næsta.
Hvort sem menn nú vilja kalla Eiríkssögu ættarsögu eða ekki,
þá er það greinilegt, að í frásögnunum norðlenzku, sem runnar voru
frá Reyninesi og ritaðar af þeim, er tók saman söguna, var Eiríkur
rauði í Brattahlíð ættfaðirinn og ættarhöfðinginn, hinn breiði og sterki
bakhjarl atburða og frásagna, og aðseturstaður hans á Grænlandi
varð miðstöð landsins um hans daga.
Þennan mann, Eirík rauða í Brattahlíð á Grænlandi, og Leif
heppna, son hans, kannaðist söguritarinn vel við, ekki að eins af ,al-
mannarómi um þessa landskunnu feðga og landafundi þeirra, heldur
einnig af sömu bókinni og hann setti saman fyrsta kapítulann eftir,
Landnámabók. Og þar var nú meira en lítið sagt frá Eiríki rauða,
þar var heill kapítuli um hann og landnám hans á Grænlandi, dá-
lítill þáttur, sem upphaflega hefir verið samin af fróðum manni við
Breiðafjörð og skotið inn í Landnámabók. Söguritarinn gerir sjer hægt
um vik, ritar upp úr bókinni kapítulann um Eirík rauða (89. kap. í
Sturlubók), en hann gerir sjer helzt til hægt um vik, eins og bent var
á hjer að framan, og hefur ekki verið nógu kunnugur og ættfróður
til að gera nauðsynlegar leiðrjettingar, enda mun hjer hafa verið um
að ræða persónur í öðrum landsfjórðungi en þeim, er hann var í
sjálfur. Hann þræðir þó ekki frumrit sitt nákvæmlega, enda var það
ekki ætíð siður sagnaritara og uppskrifara í þann tíð, og leyfir sjer
að gera örlitlar breytingar og skjóta inn smásetningu, svo sem til
eðlilegri samtengingar við sögu sina, eins og bezt sjest við saman-
burð. Honum virðist engin þörf á að rita upp alla hina fjóra eftirfylgj-
andi smákapítula Landnámabókar um landnámið á Grænlandi, og fór
ekki heldur illa á því, að taka ekki með kapítulana um landnám Her-
jólfs Bárðarsonar og Þorkels farserks, eða sagnirnar um þá (91. og
93. kap. í Stb.), en á hinu hefði ekki heldur farið illa, að taka með
næsta kapitulann (90. kap. í Stb.) á eftir þeim, er hann skrifaði upp,
fáeinar línur um það, hve mörg skip fóru til Grænlands, sama sum-
arið, sem Eiríkur hóf landnámið þar, og hve nær það var; enn fremur
hefði farið vel á því, að taka upp fyrstu orðin í þriðja kapítulanum
(92. í Stb.) á eftir, um landnám Eiríks sjálfs á Grænlandi og bústað
hans þar, einkum með tilliti til framhaldsins. — Þetta hefir einnig sá
fundið, sem setti saman Ólafssögu og tók þennan kupítula úr sögu
Eiríks upp í hana; hann hefir tekið með næsta (90.) kapítulann; og