Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Síða 143

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Síða 143
135 Þorfinnr festi Guðríði, ok var þá aukin veizlan ok drukkit brullaup þeira“. Og næsta sumar fara þau hjónin að „leita Vínlands ins góða“, sem Leifur hafði fundið, og með þeim fara tvö börn Eiríks, Þorvaldur og Freydís. — Og er þau komu aftur úr öllum þeim ævintýrum til Grænlands, þá eru þau enn »með Eiríki rauða um vetrinn« næsta. Hvort sem menn nú vilja kalla Eiríkssögu ættarsögu eða ekki, þá er það greinilegt, að í frásögnunum norðlenzku, sem runnar voru frá Reyninesi og ritaðar af þeim, er tók saman söguna, var Eiríkur rauði í Brattahlíð ættfaðirinn og ættarhöfðinginn, hinn breiði og sterki bakhjarl atburða og frásagna, og aðseturstaður hans á Grænlandi varð miðstöð landsins um hans daga. Þennan mann, Eirík rauða í Brattahlíð á Grænlandi, og Leif heppna, son hans, kannaðist söguritarinn vel við, ekki að eins af ,al- mannarómi um þessa landskunnu feðga og landafundi þeirra, heldur einnig af sömu bókinni og hann setti saman fyrsta kapítulann eftir, Landnámabók. Og þar var nú meira en lítið sagt frá Eiríki rauða, þar var heill kapítuli um hann og landnám hans á Grænlandi, dá- lítill þáttur, sem upphaflega hefir verið samin af fróðum manni við Breiðafjörð og skotið inn í Landnámabók. Söguritarinn gerir sjer hægt um vik, ritar upp úr bókinni kapítulann um Eirík rauða (89. kap. í Sturlubók), en hann gerir sjer helzt til hægt um vik, eins og bent var á hjer að framan, og hefur ekki verið nógu kunnugur og ættfróður til að gera nauðsynlegar leiðrjettingar, enda mun hjer hafa verið um að ræða persónur í öðrum landsfjórðungi en þeim, er hann var í sjálfur. Hann þræðir þó ekki frumrit sitt nákvæmlega, enda var það ekki ætíð siður sagnaritara og uppskrifara í þann tíð, og leyfir sjer að gera örlitlar breytingar og skjóta inn smásetningu, svo sem til eðlilegri samtengingar við sögu sina, eins og bezt sjest við saman- burð. Honum virðist engin þörf á að rita upp alla hina fjóra eftirfylgj- andi smákapítula Landnámabókar um landnámið á Grænlandi, og fór ekki heldur illa á því, að taka ekki með kapítulana um landnám Her- jólfs Bárðarsonar og Þorkels farserks, eða sagnirnar um þá (91. og 93. kap. í Stb.), en á hinu hefði ekki heldur farið illa, að taka með næsta kapitulann (90. kap. í Stb.) á eftir þeim, er hann skrifaði upp, fáeinar línur um það, hve mörg skip fóru til Grænlands, sama sum- arið, sem Eiríkur hóf landnámið þar, og hve nær það var; enn fremur hefði farið vel á því, að taka upp fyrstu orðin í þriðja kapítulanum (92. í Stb.) á eftir, um landnám Eiríks sjálfs á Grænlandi og bústað hans þar, einkum með tilliti til framhaldsins. — Þetta hefir einnig sá fundið, sem setti saman Ólafssögu og tók þennan kupítula úr sögu Eiríks upp í hana; hann hefir tekið með næsta (90.) kapítulann; og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.