Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Blaðsíða 145
Svar við svari.
Það gengur þess enginn dulinn, sem les „svar“ Einars Ólafs
Sveinssonar, að honum hefir heldur en ekki mislíkað við okkur leik-
mennina, mig og Skúla Guðmundsson á Keldum, fyrir það, að við
skyldum gerast svo djarfir að gagnrýna dálítið kenningar hans um
staðþekkinguna í Njálu. Svar hans er gegnsýrt af gremju til okkar,
og þó sérstaklega til mín, líklega af því að honum finnst röksemdir
mínar veigameiri (sbr. bls. 53).
Ég læt köpuryrði EÓS (hér eftir skammstafað svo) til mín eins
og vind um eyrun þjóta. Hann mun tæplega teljast dómbær í þessu
máli, þar sem hann er sjálfur aðili. En um það get ég frætt EÓS í
þessu sambandi, að ýmsum öðrum, sem hafa séð greinina, — bæði
lærðum mönnum og leikmönnum —, hefir líkað hún vel, sumum ágæt-
lega. Ég skal tilfæra hér aðeins tvö dæmi úr bréfum. Einn merkasti
núlifandi fræðimaður — kunnugur í Rangárþingi — segir svo: „Ég
þakka þér fyrir ritgerðina. Mér þykir hún góð að því er staðþekk-
inguna snertir; þar hefir þú á réttu máli að standa, að því er mér
virðist, í öllum tilfellum, og sérstaklega rekur þú mótstöðumanninn
á stampinn að því er Fiskivötn snertir“. (Leturbr. hér.) Gætinn og
greindur bændaöldungur í Rangárþingi kemst svo að orði: „Ég vil
hér með endurnýja þakklæti mitt til þín fyrir hið ágæta rit þitt,
„Staðþekking Njáluhöfunda“.“ Ég hefi ekki tilfært þessi tvö dæmi
af fordild, heldur til þess að sýna, að ritgerð mín er ekki a. m. k. tal-
in „ólesanleg“ af skynbærum mönnum.
Hér á eftir fara nokkrar athuganir á „svari“ EÓS.
1. Hann bregður okkur Skúla um það, að við 1 ritgerðum okk-
ar látum stjórnast af „hreppapólitík“, — væri nú líklega réttara að
kalla það sýslupólitík. Varla er nú hægt að bregða mér um þetta, að
því er vörn mína snertir fyrir staðþekkingunni í Dölum, því að ekki
er ég Dalamaður. Ég ritaði um þennan kafla í U. N. af því, og því
einu (og ég veit að sama er að segja um Skúla), að mér fannst þar
hallað ómaklega og óréttilega á staðþekkinguna í Dölum og Rangár-
þingi, en hún hafin til skýjanna í Skaftafellssýslu alveg án sýnilegra