Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Síða 147
139
reyna að láta svo líta út, að höf. Njálu sjái vötnin úr Skaftafells-
sýslu? EÓS veit náttúrlega ósköp vel af sýslu- og sókna-lýsingum
(sbr. ritgerð Matthíasar Þórðarsonar hér að framan), að Veiðivatna-
nafnið á vötnunum í Rangárþingi er ekki gamalt, enda forðast hann
að geta um eldri heimildir en rit Brynjólfs og Þorvaldar. Og svo á
það að vera óskapleg goðgá (ef ekki verra) að ympra á því, að EÓS
leggi á það áherzlu, að höf. Njálu sjái Fiskivötn úr Skaftafellssýslu!
3. Víða eigum við Skúli að misskilja, eða vera með öllu skiln-
ingslausir. Það á að vera misskilningur minn, að EÓS hafi skipt um
skoðun á staðþekkingunni á Bergþórshvoli og Þórsmörk, frá því
er hann ritaði U. N. og þangað til hann skrifaði Skírnisgreinina um
Njálu og Skógverja. í U. N. heldur EÓS því fram, að höf. Njálu hafi
aldrei komið að Bergþórshvoli, og rangt sé, að þrír bæir hafi verið
á Þórsmörk. En í ritgerðinni Njála og Skógverjar, þegar hann er að
reyna að gera Þorstein Skeggjason að höfundi Njálu, segir hann:
„Það er áreiðanlegt, að flest af því, sem um Þorstein Skeggjason er
vitað, gæti komið heim við það, að hann hafi ritað söguna. Ætterni
og*vinátta við nafnkunna menn, lífsreynsla, sáttfýsi. . . . Og þá
væri vitanlega auðvelt að skýra ýmsa staðþekkingu sögunnar. . . .
Eftir er þó að telja eitt atriði, sem mælir móti því, að þessi maður
hafi ritað söguna, en það er hin ófullkomna staðfræði í Rangárþingi.
Þorsteinn Skeggjason er þó Rangæingur að ætt og uppruna. Og syst-
ir hans er gift manni í Skarði á Landi.1 Að vísu eru veilurnar ekki
allar jafnveigamiklar. Það er t. d. mjög hæpið að leggja allt of mikið
upp úr því, að staðháttum á Bergþórshvoli sé lýst miður en skyldi. ...
Ekki virðist rétt að gera mikiö veður (leturbr. hér) út af því, sem
sagt er um bæina þrjá á Þórsmörk (148. kap.); munnmæli hafa ýkt
annað eins um býli í óbyggðum, eins og að gera þrjá bæi af tveimur
(ef það-er þá víst)“, — Hvað? Að um nokkrar ýkjur sé að ræða? —
„og er mjög hæpið að ráða heimkynni söguritarans af því“. (Skírnir
1937, 36—37).
Mér er alveg óskijjanlegt, hvernig EÓS getur áfellzt mig fyrir
það, að skilja þetta á annan veg en ég hefi gert, sem sé þann, að
hann væri farinn að slaka til á því, að staðþekkingin í Njálu á þess-
um stöðum væri röng. Ég hefi átt tal við ýmsa menn um þetta, er
skilja það alveg á sama veg og ég. Þetta virðist líka ekki nema eðlileg
afleiðing þess, að EÓS var að flytja Njáluhöf. nær þessum stöðum —
að Skógum undir Eyjafjöllum. Nú eiga ummælin um Bergþórshvol
aðeins að þýða það, að það sé „ekki mikið upp úr því leggjandi fyrir
1) Á að vera á Rangárvöllum, „Skarðið eystra".