Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Side 149
141
ef þau hefðu verið honum kunn. Sigurður Vigfússon hefir tekið sér
fyrir hendur að leiðrétta þetta . . en „leiðréttingin er röng, eins
og Ólafur Lárusson hefir sýnt“. Tilvitnunin til Ó. L. aðeins um þetta
eina atriði, að það sé ekki líklegt — sem Sigurður Vigfússon gat
til — að Hrútagil hafi ráðið mörkum á austurmörkum landnáms
Kolls, er ekkert annað en einn hlekkurinn í þeirri keðju, sem á að
sanna vanþekkingu höf. á staðháttum í Dölum, hvað sem EÓS segir
þar um. Hvers vegna skýrir hann ekki frá nema þessu eina atriði,
af því sem próf. Ólafur Lárusson hefir að segja um þetta mál, og ég
hefi tilfært á bls. 4—5 í ritgerð minni, og honum finnst nú sannfær-
andi? Það var þó engu síður ástæða til að geta um það. Var það ekki
af því, að það féll ekki við skoðun EÓS um staðþekkinguna í Dölum?
Staðþekkingin í Dölum er óaðfinnanleg, já, svo góð, að hún sýnir,
að Þrándargil (fyrir Þvergil) hlýtur að vera ritvilla (alveg eins og
Rangá fyrir Þverá í Rangárþingi), hvað sem handritin segja, sem
nú eru til. Ekkert þeirra er frumrit, og því veit enginn, hvað þar
hefir staðið, EÓS ekki fremur en aðrir. En þar sem staðháttalýsing
er eins glögg og í Dölum og Rangárþingi, getur villa eins og Þránd-
argil (og Rangá f. Þverá) ekki verið upprunaleg. Sjálfur hefi ég far-
ið leiðina, sem Njáll ráðlagði Gunnari að fara, um Borgarfjörð,
Norðurárdal, Hrútafjörð, Laxárdalsheiði og niður Laxárdal — og
kom náttúrlega bæði í Norðurárdal og Laxárdal! — og get því alveg
fylgt höf. Njálu í huganum, er þeir lýsa ferð Gunnars, og ég get
ekki betur séð en að sú lýsing sé bæði rétt og eðlileg. Örnefni á heið-
um uppi þar þekki ég þó ekki fremur en Njáluhöf.
Úr því að EÓS finnst „eðlilegri“ leið Gunnars upp í fjallið
upp undan Hrútsstöðum, þar sem hann mátti vita, að sín yrði fyrst
leitað, en bak við þrjá bæi, þar sem enginn gat búizt við honum, læt
ég hann um það. Ég er ekki sá eini, sem álít staðþekkinguna í Döl-
um góða. Guðbrandur Vigfússon (sem var Dalamaður, að mig minn-
ir) hélt því fram um eitt skeið, að Njála væri af hinum „breiðfirzka
sagnaskóla" og hafði ekkert við staðþekkinguna þar að athuga —
jafnvel ekki Bjarneyjar. Finnur Jónsson hélt, að síðari viðaukar og
breytingar á sögunni hefðu gerzt við Breiðafjörð. Og jafnvel EÓS
sjálfur hefir sagt eftir að hann fordæmdi staðþekkinguna í U. N.,
að það hafi ekki verið „tómur hugarburður, þegar Guðbrandur Vig-
fússon taldi söguna einu sinni af hinum breiðfirzka sagnaskóla"
(Skírnir 1937, 21).
6. Ég get ekki séð, að það sé rétt að orði komizt, að Tryggvi
Þórhallsson taki „í sama streng“ og Kaalund um það, að ekki sé ólík-
legt, að Njála sé rituð í Þykkvabæjarklaustri. Rétt hefði verið skýrt