Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Síða 151
143
9. Þá er að athuga fimmtu og síðustu „rangfærsluna" viðvíkj-
andi ættartölu Oddaverja. Um þessa ættartölu stendur svo í bækling
EÓS „Sagnaritun Oddaverja", sem er nú raunar heldur sagnafár um
sagnaritun þeirra:
„C) Ættartala frá Haraldi hilditönn til Oddaverja. Hún er varð-
veitt á ýmsum stöðum í lítils háttar mismunandi gerðum:
1. Ættartala Hauks lögmanns . . .
2. Ættartala Sturlunga . . .
3. Langfeðgatal . . .
4. Landnáma (Sturlubók, Hauksbók) nær aðeins yfir C.
5. Melabók af Landnámu (3. kap) og Njála (25. kap.) hafa
líka aðeins C. (þ. e. ættliðina frá Haraldi hilditönn til Oddaverja)
og rekja ættina eins að mestu leyti, en öðruvísi en Landnámabækur
Hauks og Sturlu; hér er ættin talin vera komin frá Þrándi gamla
syni Haralds (hilditannar), en ekki Hræreki, eins og annars er gert;
hér er auk þess bætt Ævari milli Vémundar orðlokars og Valgarðs.
Melabók sýnir, að þannig hefir upphaflega staðið í Landnámu, sem
síðan hefir verið leiðrétt eftir hinni gerðinni, en bæði ritin til samans
benda á, að þetta sé gömul, hliðstæð gerð af C., hvernig sem annars á
að skýra hana og hvaðan sem hún er komin. Aðalstofn ættartölunnar
eru kaflarnir B (ættartala Skjöldunga) og C (ættartalan frá Har-
aldi konungi til Oddaverja), sem eru af innlendum rótum runnir;
þeir mega vera eldri en hitt, þó ég fullyrði ekkert um það. En ekk-
ert virðist mér því til fyrirstöðu, að þeir kaflar (þ. e. B og C) séu frá
Sæmundi fróða eða sonum hans, og virðist mér margt styðja það“.
(Sagnaritun Oddaverja, bls. 13—14.) (Letui’br. hér.)
Hinn tilvitnaða kafla segir EÓS, að „mér hefði ekki verið vor-
kunn að skilja rétt“, sem sé á þann veg, að hann sé með honum að-
eins að draga „ættartölu þessara tveggja bóka út úr eftirfarandi um-
ræðu um hina almennu ættartölu Oddaverja“.
Ég skildi tilvitnaða kaflann á þennan hátt: EÓS segir, að Mela-
bók og Njála reki ættina eins, að mestu leyti (Þrándargerðin), en
öðruvísi en Landnámabækur Hauks og Sturlu, sem munu taldar
yngri og hafa Hræreksgerðina; að upphaflega haf i staðið eins í Land-
námu (þ. e. Þrándargerðin) — eldri Landnámu? Það sýni Melabók,
en síðan (síðar?) verið leiðrétt eftir hinni gerðinni — Hræreks —
(líklega er sú breyting ekki eftir Oddaverja); og að ekkert sé því til
fyrirstöðu, að kaflinn C — og þá líklega fremur, en ekld síður, sú
gerðin, sem er eldri (Þrándar) og sem upphaflega stóð í Landnámu
— sé eftir Sæmund fróða eða syni hans.
Mér kæmi ekki á óvart, þó fleiri skildu þetta á sama veg og ég.
V