Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Side 154

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Side 154
146 er eins og EÓS verði dálítið hvumsa við, er ég tilfæri orð Sigurðar um þetta, og þykist hann nú vilja fara að bera blak af Sigurði. Nátt- úrlega getur EÓS ekki rengt hin tilvitnuðu orð Sigurðar, þau að hann segist lýsa „yfir því, að hvert orð er satt í Njálu, bæði um heimreið Flosa og viðburði brennunnar“, en hann segir, að lesand- inn spyrji, hvort hugsanlegt sé,' að „Sigurður hafi gert sig sekan í öðru eins gáleysi?" „Nei, ekki gerði hann það“, segir EÓS, „þó að aldrei nema ókrítiskur væri; aftan af tilvitnuninni . . . vantar þessi orð: „að því er séð verður af landslagi, örnefnum og kennimerkj- um“. En hverju breyta þau? Af hverju öðru en þessu, rannsókn á landslagi, örnefnum og kennimerkjum, gat Sigurður lýst því yfir, að allt væri rétt í Njálu um heimreið Flosa? EÓS segir, að við Sig- urður Vigfússon séum einir um þá skoðun, að dalurinn í Hvolnum hafi verið nægilega stór til að rúma lið Flosa. Þetta er ofur eðlilegt, því enginn hefir rannsakað þetta eins vel og við frá öllum hliðum. Hann athugaði um 1880, að lægðin í Hvolnum gat rúmað 200 hesta, „að skynsamra manna dómi“. Ég hefi með rökum, sem ekki verður í móti mælt, bent á, að lægðin hafi orðið fyrir miklum uppfyllingum vegna foks úr lausum jarðvegi m. m., sem nóg er af þarna, einkum þó úr aðalvindáttinni. Viðvíkjandi mælingu minni á lægðinni skal ég taka það fram, að ég mældi aðeins það stykki, þar sem greinilega vottaði fyrir lægðinni, en enga „sléttu uppi á hólnum“. En þó lægð- in hefði verið nærri helmingi minni en hún er, hefði hún samt rúm- að lið Flosa. Þar sem Fjnni Jónssyni ber ekki heim við sjálfan sig, met ég meira það, sem hann segir í ævisögunni, því í formálanum fyrir henni er sagt, að ferðasögurnar (og þar á meðal ferð hans að Bergþórshvoli), styðjist „við samtíða vasabækur". Hitt er skrifað eftir minni. Leynd Flosa á Bergþórshvoli er óþarft að ræða. Hún er ekkert annað en hugarburður. Fregnin, sem farandkonurnar færðu Njáls- sonum í Álfhólum, var engin „lausafregn“. Þeir vissu af henni, að Flosi var kominn að austan, „ok munu þeir allir (Sigfússynir o. fl.) komnir til móts við hann“, segir Helgi. Og leyndin um þetta var nú ekki meiri en það, að farandkonurnar bættu við frásögnina um ferð- ir Sigfússona: „Ok kalla má at nú sé allt á för ok á flaug um hér- aðit“. Út af hverju? Vitanlega út af því, að fólk vissi, að Flosi var kominn. Minnast má og á það í sambandi við „leyndina", að líklega hefir hundur (eða hundar) verið til á Bergþórshvoli eins og á öðrum bæj- um, og þeir eru ekki vanir að leyna gestakomu, þó minni sé en 100 manna ríðandi. Hyggilegra þótti Gissuri hvíta, að koma því svo fyr-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.