Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Síða 156
148
unum í ritgerð minni, eins og Sigurður Vigfússon hélt. Það er ekki
beinlínis líklegt, að Sæmundur Hólm hafi nefnt vötnin hjá Bláfjalli
Fiskivötn, ef þau á þeim tíma hefði heitið allt öðru nafni.
16. Ekki held ég, að Flosi hafi farið „sunnan Fljótshlíðar með
lið sitt upp á Þríhyrningshálsa". Er hann kom yfir Markarfljót móts
við Húsadal, hefir hann stefnt beint til Hlíðarinnar, austanvert við
Barkarstaði, og þar upp á Þríhyrningshálsa. Líklegt má telja, að
skógur hafi verið á þessari leið, eins og í Þórólfsfelli og í Rauðu-
skriðum. Ekki verður annað séð en að þeir Flosi hafi farið alveg
sömu leið til baka, er þeir höfðu verið í Þríhyrningi í 8 daga. „Riðu
þeir þá í braut (úr Þríhyrningi) ok fyrir norðan jökul (Eyjafjallaj.)
ok svá, unz þeir kvámu til Svínafells“. Og þessa sömu leið fóru leitar-
mennirnir eftir brennuna, úr Þríhyrningshálsum „ok svá ofan í
Goðaland".
17. EÓS segir á bls. 82, að við Skúli „sviptum burtu stórjökli“
og gerum „hestfæra leið, þar sem jökullinn var áður“. Hvaða sönn-
un hefir hann fyrir því, að jökull hafi verið á þessari leið á Njálu-
tíð, eða þegar sagan var rituð?
í þessu jöklamáli í fornöld, ætla ég nú að leiða sem vitni einn
snjallasta og skarpskyggnasta jarðfræðing landsins, dr. Helga Pét-
urss. í grein, er heitir „Jöklar á íslandi í fornöld“ (Skírnir 1916, bls.
429—30), sem er svar eða athugasemd við grein eftir Þorvald Thor-
oddsen, segir hann svo: „Prófessor Þorvaldur gerir, að því er ég
hygg, of lítið úr breytingum þeim, sem orðið hafa hér á loftslagi síð-
an landið byggðist. Jöklarnir í fornöld — segir höf. — hafa að öllu
verulegu haft sömu takmörk eins og nú. En þetta er óefað ekki rétt;
jöklar virðast vera til muna stærri nú en þeir voru á landnámstíð og
fram á 13. öld. Saga Markarfljóts virðist sýna þetta glögglega. . . .
Það virðist augljóst, að Markarfljót hefir þurft að vaxa mjög mikið
til þess að leggja Rangárnar undir sig. En hinn mikli vöxtur Markar-
fljóts stafar óefað af því, að jöklarnir, sem fljótið kemur úr, hafa
vaxið til muna. Vatnanöfn austar benda í sömu átt; engum kæmi til
hugar nú á dögum, að kalla Jökulsá á Sólheimasandi eða Hverfisfljót
læki eins og áður var gert. Að Skeiðará ræður nú nafninu á sandin-
um, en ekki Lómagnúpur, eins og til forna, kemur sjálfsagt af því,
að áin óx svo mjög, að sandsins varð ekki minnzt svo, að áin kæmi
ekki í hugann miklu fremur en gnúpurinn, svo svipmikill sem hann
er. Þegar farartálmi fór að verða að ánni, hafa menn farið að kenna
sandinn við hana. Þá má enn minna, ef til vill, á Þórsmörk, sem nú
eru aðeins litlar leifar eftir af, og á skóginn breiða, sem Breiðamerk-
urjökull tekur nafn af; er þar nú skóglaust með öllu. . . . Jökulsárn-