Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Side 159
151
*
Itök þessi milli jarða, sem eru norðan og sunnan Vatnajökuls,
er fyrr hét Klofajökull, — bendir það nafn ekki til þess, að hann hafi
verið klofinn í tvennt, og að jökullaust skarð hafi verið eftir honum
miðjum? —, sýna og sanna, að ferðazt hefir verið til forna eftir miðju
því landsvæði, er Vatnajökull þekur nú yfir. Og suðurendi þess hefir
verið þar, sem nú er Skeiðarárjökull. Trjábolir, er fundizt hafa á
Skeiðarársandi eftir „hlaup“, sýna, að landið undir jöklinum hefir,
áður en hann fór að renna, verið skógi vaxið, eins og beggja megin
við hann. I Jökulfelli var skógurinn t. d. svo stórfelldur, að allir
„skattbændur frá Kolgrímu til Fells“ áttu skógarítak í Bændaskógi
í Jökulfelli, auk margra jarða í Öræfum. í Jökulfelli var byggð og
hálfkirkja fram á 14. öld a. m. k.
Þetta bendir ekki til nábýlis við Skeiðarárjökul á Njálutíð.
19. Út af samanburðinum á bls. 32—34 í ritgerð minni, segir
EÓS: „Annaðhvort eru ekki til í Njálu slíkar klausur, sem sýni sér-
stakan skyldleika við Jón Loftsson, eða A. J. J. hefir ekki fundið
þær“. Nú, jæja. En er Njála eða „klausur“ í henni líkari ræðum eða
ritum Þorsteins Skeggjasonar?
Þá á Njála ekki að vera „beinlínis innblásin af ættartilfinningu
Oddaverja“ að dómi EÓS. En nú vill svo til, að Njáluhöf. EÓS, Þor-
steinn Skeggjason, var svo að segja nákominn afkomandi Oddaverja
(4. maður frá Jóni Loftssyni), svo dálítið hefir nú runnið af Odda-
verjablóði í æðum hans, og varla hefir ættartilfinningin verið með
öllu þurrkuð út hjá honum.
20. „Kórónan á fræðimennsku“ minni á að vera sú stórfellda
yfirsjón mín að vitna í Njáludraum Hermanns Jónassonar, „sem er
svo vafasamur, að ekki er einu sinni víst, hvort hann er draumur
manns“, segir EÓS. Hvers vegna er hann sjálfur að geta um draum
H. J. í U. N., og það meðal vísindaritgerða, ef hann er svo ómerki-
legur, að það á að vera eitthvert ógurlegt rothögg að vitna til hans?
Og þar er hann ekkert að véfengja, að þetta sé draumur.
I U. N. bls. 11 segir svo:
„Rétt þykir á þessum stað, að geta hugmynda þeirra um tilorðn-
ingu sögunnar (Njálu), sem birtast í Draumum Hermanns Jónas-
sonar“. Síðan rekur EÓS mest af því, sem ég tilfæri úr draumnum
á bls. 35.
Nú má ekki á þetta minnast!
Njáludraumur Hermanns Jónassonar — eins og aðrir draumar
hans — þótti mjög merkilegur, er hann birtist, og þykir enn. Lærðir
menn ekki S’ður en aðrir lofuðu hann hástöfum, eins og draumana
yfirleitt. Og af hverju? Vafalaust ekki af því, að þeir álitu þetta vera