Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Síða 163
Skýrslur.
I. Aðalfundur 1939.
Hann var haldinn í kirkjusal Þjóðminjasafnsins laugardaginn
9. nóv., kl. 5 síðdegis.
Formaður setti fund og minntist þessara fjelagsmanna, sem
látizt höfðu frá því að síðasti aðalfundur var haldinn:
Verner Dahlerup, prófessor í Kaupmannahöfn,
Jón Einarsson, kaupmaður, Vestmannaeyjum,
Schjödtz, cand. pharm., Óðinsvjeum,
Benedikt S. Þórarinsson, dr. phil., Reykjavík,
Grímúlfur Ólafsson, yfirtollvörður, Reykjavík,
Jón Finnsson, fyrrum prestur, Reykjavík,
Jósafat Hjaltalín, hreppstjóri, Stykkishólmi,
Magnús Helgason, prófessor, Reykjavík,
Eugen Mogk, prófessor, Leipzig,
Páll Jónsson, kaupmaður, Reykjavík,
Pjetur Finnbogason, kennari, Hítardal
Voru hinir fyrstu 3 ævifjelagar, en hinir allir ársfjelagar.
Fundarmenn risu úr sætum sínum og vottuðu minningu þessara
látnu fjelagsmanna virðing sína.
Formaður skýrði síðan frá útgáfu árbókar og örnefnasöfnun
fjelagsins. Að því búnu las hann upp ársreikning þess fyrir árið
1939. Höfðu endurskoðunarmenn ekkert fundið athugavert við hann.
Er reikningurinn prentaður hjer á eftir
I stað Magnúsar prófessors Helgasonar, er verið hafði vara-
formaður fjelagsins og átt sæti í fulltrúaráði þess, var kjörinn Ólaf-
ur Lárusson sem varaformaður til 1941 og mag. art. Guðni Jónsson
sem fulltrúi til 1943.
Fleira fór ekki fram, og er fundargerð hafði verið lesin upp og
samþykkt, sagði formaður fundinum slitið.