Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 11

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 11
15 Þessi myndi nafnsins held eg að muni vera flutt inn seinna. Bæði nöfnin, Arnarbœli og Búrfell, eru nefnd þegar í Landnámabók og munu mjög snemma hafa dreifzt um allt Iandið. Þar sem þannig er ástatt, er lítil von um, að það takist að komast að því, hvar nöfnin muni hafa verið mynduð í fyrstunni og eftir hverjum leiðum þau muni hafa dreifzt. Það má þó telja það fyrir- fram ólíklegt, bæði um þessi nöfn og önnur, að upptökin hafi verið á norðvesturkjálkanum. Það er langt um sennilegra, að nöfnin hafi fæðzt í öðrum landshlutum og síðan flutzt vestur þangað. Að þessu styðja og önnur rök, þó að þau virðist ekki ná nema til fárra nafna. Á Vesturlandi eru, að því er eg veit, 3 fjöll, sem heita Skeggöxl, eitt milli Hvammsfjarðar og Skarðsstrandar, annað á sýslumótun- um sunnan Laxárdalsheiðar og þriðja í landi Múla í Gilsfirði. Skegg- öxl er einkennilegt nafn og víst ekki myndað nema á einum staðn- um. Þessi staður hlýtur að vera Hvammssveit, því að Skeggöxlin, sem er inn af henni, er upp af Skeggjadal, sem hallar ofan í þessa sveit. Skeggöxl mun vera stytt úr Skeggjaöxl, svo sem Reykhólar úr Reykjahólar, en Skeggjaöxl aftur úr Skeggjadalsöxl, það er fjalls- öxlin upp af Skeggjadalnum. Þessi Skeggöxl er um leið merkilegust þeirra 3 fjalla, sem svo heita, 815 m á hæð, hæsti tindurinn þar á slóðum næst Hafratindi. Skeggöxl sunnan Laxárdalsheiðar er aðeins fremur lág heiðarbunga, 340 m yfir sjávarmáli, og Skeggöxlin í Gilsfirði er ekki einu sinni merkt á uppdráttunum. Það má kalla eðli- legt, að menn láta minni háttar fjöll heita eftir háum fjöllum, en einkennilegt mætti þykja, ef farið væri öfuga leiðina, þó að slíkt gæti hent einstöku sinnum. I þessu eru fólgin mikilvæg rök til þess að skilja, í hvora átt nöfn muni hafa breiðzt út. Hvar sem hægt er þar vestra að beita þessari aðferð, virðist verða Ijóst, að nöfn, sem til eru bæði á norðvestur- kjálkanum og utan hans, eru aðflutt í þennan landshluta. Eg skal nú tala um fáein dæmi þess. Á 3 stöðum heitir þar vestra Svalbarð eða SvalbarSi. Þetta er gamalt nafn og dreift um allt landið, en á norðvesturskaganum mun það hafa komið seint. SvalbarSi var nafn á hjáleigu frá Skálmarnes- múla, en Svalbarð heitir nýbýli hjá Tjaldanesi á Arnarfjarðarströnd. Nafnið mun á fyrri staðnum hafa verið valið eftir Svalbarða í Mið- dölum, en hjá Tjaldanesi eftir Svalbarði á Svalbarðsströnd, því að það er nokkuð algengt, að hjáleigum og ennþá yngri býlum séu gefin nöfn gamalla bæja eða alþekktra stórbýla, þó að þau séu í öðrum fjórðungum. Svo er sker fyrir landi Skjaldabjarnarvíkur á Horn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.