Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Side 13
17
— Þorsteins, tengdaföður Víga-Styrs —. Þar á nesinu eru auk þess
fjöll, sem heita Hreggi og Kaldnasi. En á norðvesturkjálkanum er
Hreggnasi, og eins Hreggnesi og Hreggnes, svo til alstaðar lítils-
háttar örnefni, og það því meira, sem dregur norðar og austar.
Sumstaðar eru það jafnvel hólar í túninu eða skammt frá bænum,
ellegar þá smánes eða litlir höfðar. Þannig er mest með Hreggnes-
nafnið, svo sem myndin ber með sér. En Hreggnasi á Mýrum er
einnig lítið nes. Menn hljóta að hafa misskilið nafnið og tengt það
við orðið nes, sem það átti í upphafi ekkert skylt við, og því gert
úr því, þegar þeir fluttu það lengra og lengra, Hreggnesi og seinna
Hreggnes.
Eg held, að hér komi glöggt fram helztu drögin í sögu eins slíks
nafns, elztu heimkynni þess og svo dreifing þess suður og aðallega
norður á við, og henni samfara ýmsar breytingar, bæði á mynd þess
og merkingu og svo í notkun nafnsins — frá fjöllum niður til smá-
hóla og smánesja —. Svo eru og merkilegar leiðirnar, sem nafnið
mun hafa farið: frá Snæfellsnesi, að því er virðist, aðeins lítið eitt
til suðurs, en miklu lengra norður á bóginn, allt norður á Strandir.
Merkilegt er þó, að nafnið virðist ekki hafa náð í meginhluta Stranda-
sýslu, þó að þangað sé styttra og leiðin greiðari. Mjög lík þessu í alla
staði virðist vera útbreiðsla nafnsins Arnarstapi, frá Mýrum norður
á Hornstrandir og Strandir, að undanskildum aftur öllum öðrum
hlutum Strandasýslu. Nokkuð svipað er og með bæjarnafnið Svarf-
hóll. Svo heita 9 gamlir bæir á Suðvestur- og Vesturlandi, frá Fló-
anum syðra til Álftaíjarðar í Djúpi norður. Af þeim eru tveir í ná-
grenni við suðurhluta Strandasýslu — í Laxárdal í Dölum og Geira-
dal —, en samt er enginn Svarfhóll í nefndri sýslu.
Svo sem nöfnin Hreggnasi—Hreggnes og Arnarstapi fann eg og
flest önnur nöfn af þessari gerð, sem dreifð eru um stóra hluta lands
eða allt landið, Arnarbœli, Brimnes, Kaldbakur og Svalbarð—Sval-
barði, í nyrzta hrepp Strandasýslu (Árnessveit), en hvergi í öllum
hinum hreppum hennar. Helzta undantekningin, sem eg þekki, er
Kaldrani. Svo heitir holtahryggur í Arnkötludal í Steingrímsfirði.
Stærsti bærinn í Bjarnarfirði heitir Kaldrananes, en hann hét í upp-
hafi Kallaðarnes og seinna Kaldaðarnes. Meginhluti Strandasýslu
hefur hér merkilega sérstöðu, sem eg get ekki skýrt sem stendur.
Eg býst þó við, að nánari athugun leiði orsakirnar í ljós, og það
geíur vel verið, að þá fylgi annað með, sem fróðlegt er fyrir menn-
ingarsögu þessara sveita.