Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Síða 13

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Síða 13
17 — Þorsteins, tengdaföður Víga-Styrs —. Þar á nesinu eru auk þess fjöll, sem heita Hreggi og Kaldnasi. En á norðvesturkjálkanum er Hreggnasi, og eins Hreggnesi og Hreggnes, svo til alstaðar lítils- háttar örnefni, og það því meira, sem dregur norðar og austar. Sumstaðar eru það jafnvel hólar í túninu eða skammt frá bænum, ellegar þá smánes eða litlir höfðar. Þannig er mest með Hreggnes- nafnið, svo sem myndin ber með sér. En Hreggnasi á Mýrum er einnig lítið nes. Menn hljóta að hafa misskilið nafnið og tengt það við orðið nes, sem það átti í upphafi ekkert skylt við, og því gert úr því, þegar þeir fluttu það lengra og lengra, Hreggnesi og seinna Hreggnes. Eg held, að hér komi glöggt fram helztu drögin í sögu eins slíks nafns, elztu heimkynni þess og svo dreifing þess suður og aðallega norður á við, og henni samfara ýmsar breytingar, bæði á mynd þess og merkingu og svo í notkun nafnsins — frá fjöllum niður til smá- hóla og smánesja —. Svo eru og merkilegar leiðirnar, sem nafnið mun hafa farið: frá Snæfellsnesi, að því er virðist, aðeins lítið eitt til suðurs, en miklu lengra norður á bóginn, allt norður á Strandir. Merkilegt er þó, að nafnið virðist ekki hafa náð í meginhluta Stranda- sýslu, þó að þangað sé styttra og leiðin greiðari. Mjög lík þessu í alla staði virðist vera útbreiðsla nafnsins Arnarstapi, frá Mýrum norður á Hornstrandir og Strandir, að undanskildum aftur öllum öðrum hlutum Strandasýslu. Nokkuð svipað er og með bæjarnafnið Svarf- hóll. Svo heita 9 gamlir bæir á Suðvestur- og Vesturlandi, frá Fló- anum syðra til Álftaíjarðar í Djúpi norður. Af þeim eru tveir í ná- grenni við suðurhluta Strandasýslu — í Laxárdal í Dölum og Geira- dal —, en samt er enginn Svarfhóll í nefndri sýslu. Svo sem nöfnin Hreggnasi—Hreggnes og Arnarstapi fann eg og flest önnur nöfn af þessari gerð, sem dreifð eru um stóra hluta lands eða allt landið, Arnarbœli, Brimnes, Kaldbakur og Svalbarð—Sval- barði, í nyrzta hrepp Strandasýslu (Árnessveit), en hvergi í öllum hinum hreppum hennar. Helzta undantekningin, sem eg þekki, er Kaldrani. Svo heitir holtahryggur í Arnkötludal í Steingrímsfirði. Stærsti bærinn í Bjarnarfirði heitir Kaldrananes, en hann hét í upp- hafi Kallaðarnes og seinna Kaldaðarnes. Meginhluti Strandasýslu hefur hér merkilega sérstöðu, sem eg get ekki skýrt sem stendur. Eg býst þó við, að nánari athugun leiði orsakirnar í ljós, og það geíur vel verið, að þá fylgi annað með, sem fróðlegt er fyrir menn- ingarsögu þessara sveita.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.