Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 17
21
Þarna hefur ímyndunin farið líkar leiðir. Búrfelís-nafnið hlýtur að
hafa verið gefið eftir lögun fjallanna. Þau munu hafa sýnzt lík búrum,
eins og þau voru byggð í fornöld. Þar vestra eru þó nokkur önnur
búr-nöin, sem tæplega munu vera dregin af þessum búrum. f landi
Fossár á Hjarðarnesi eru ,,tvær smáhæðir eða balar, sín hvorumegin
við Fossá“, sem heita Vindbúrar, en við ós Dufansdalsár í Suður-
fjörðum eru „klettastandar beggja vegna við ána“, sem heita, ,,að
því er virðist“, Búr. Það er auðséð, að nöfnin eru skyld, og líklegt,
að þar sé ekki hvorugkynsorðið búr, heldur karlkynsorð, búr eða
búri. Það getur þó tæplega verið búrhvalurinn, því að þá mundi vera
óskiljanlegt sambandið við hina einkennilegu staðhætti, að tveir
búrar standast á á báðum stöðunum. Mér kom því í hug, að hér gæti
verið um að ræða sama orðið og hið fornþýzka bur, bure, gebur,
gebure, sem merkir granni. Þessi merking á vel við staðhættina. í
landi bæði Kross og Haga eða Múla, í sama hrepp og nefndir Vind-
búrar, eru hæðir, sem kallaðar eru Búrar, og mun það vera sama
orðið. Eg skil þó ekki, hvernig þýzka orðið ætti að hafa komizt á
þenna kjálka íslands.
3.
Mikill hluti örnefna og bæjarnafna er kenndur við önnur örnefni
eða bæjarnöfn eða aðra staðhætti. Keldeyri (í landi Norðurbotns í
Tálknafirði) er kennd við einhverja keldu eða Keldu, en við Keldeyri
aftur Keldeyrardalur, og við þenna dal Keldeyrardalsvatn, Keldeyrar-
dalsfell og Keldeyrardalsleiti. Þannig mætti halda áfram næstum
endalaust, en svo er ekki gert. Eg fann hvergi nafn lengra en ferliða,
nema þá Líkárnesnátthagi, en þar mynda síðustu tveir liðir þó einn
nafnslið, sem ekki er hægt að skipta, því að leiðin liggur frá nafn-
inu Líkárnes beint til Líkárnesnátthagi, en ekki yfir neitt Líkárnesnátt.
Það má og ætla, þegar fjórir liðir eru komnir saman, að komið sé nóg,
til þess að staðirnir séu vel aðgreindir frá öðrum. Nöfnin munu þá
og þykja orðin nógu löng og óþjál, einkum þegar allir liðirnir eru
tvíkvæðir, svo sem Gvendarhúsahlíbarhjallar (í landi Skjaldfannar
á Langadalsströnd), enda eru slík nöfn afar fágæt. Það er auk þess
líklegt, þó að kallað sé að staðir heiti þessháttar nöfnum, að þau
séu samt lítið notuð manna á milli. Svipáð mun vera með flest önnur
ferliða nöfn, þó að þau séu styttri en GvendarhúsahlíSarhjallar og
jafnvel ekki lengri en til dæmis Heydalsárfjall. Þesskonar örnefni eru
þó einnig strjál og tæplega fleiri en 1 meðal 100 eða 200 nafna.