Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Qupperneq 25
29
höft, sem liggja um þveran dal. Girði hefur þó auk þess verið nafn
á 4 hjálcigum í sömu sýslum, frá Miðhlíð á Barðaströnd, Bakka í
Tálknafirði, Gerðhömrum og Hesti í Onundarfirði (þar var kallað
Önundargerði). Þetta hjáleigunafn mun líka merkja garður eða
girðing, en ekki gerði, ekki sízt þar sem ein hjáleigan var í landi
Gerðhamra.
Það eru feiknin öll af örnefnum, sem dregin eru af sauðfjárrækt-
inni, og af því er fljótséð, að hún er helzta búskapargrein á landi,
en þó um leið, að hún fer mjög minnkandi, þegar kemur norður fyrir
Djúpið. Það er með öllu ókleift að gera hér grein fyrir öllu, sem að
henni lýtur. Eg skal því aðeins drepa á fáein atriði. Af þeim orðum,
sem eiga við kvikfjárrækt, sýnast í örnefnunum ekki nema nokkur
hin algengustu ná yfir allt rannsóknarsvæðið. Þau eru helzt sel og
stekkur, næst þeim ból (bæli), byrgi og land og að lokum hús og
kví, partur og stykki (um slægjubletti). Þó fækkar þeim öllum eftir
því sem dregur norðar. í vestanverðri Barðastrandarsýslu og í ísa-
fjarðarsýslu heitir og víða hfað-nöfnum, svo sem Híað, Hlaðbrekka
og Híaðsnes, en híað er þarna sama og fjárborg eða fjárrétt. Sumum
öðrum orðum, sem tengd eru við nokkru hærra eða fjölbreyttara
stig kvikfjárræktarinnar, svo sem nátthagi og stöðuíí, cerhús og lamb-
hús, fækkar sýnu fyrr, svo þau finnast varla í öllum nyrðri hluta
skagans. Líkt er með nöfnin, sem lúta að nautgriparækt.
Að sama skapi sem fjáræktin minnkar, minnkar og túnræktin og
heyskapurinn, svo sem eðlilegt er. Þetta kemur líka greinilega fram í
örnefnasöfnunum, þó að þar sé lítil ástæða til að geta slíks, enda þarf
alls ekki að nefna það berum orðum. Þar sem túnin eru stór og rækt
þeirra helzta undirstaðan undir öllum búskapnum, eru á flestum
bæjum nafngreind 10 til 120 örnefni í túninu og á sumum yfir 30,
en á Hornströndum og Ströndum eru túnin víða ekki nefnd á nafn,
eins og þau séu þar engin eða í þeim sé ekki von á nokkru örnefni.
I einstaka skrá er og tekið fram, að svo standi á.
I túnunum eru notuð ýmiskonar örnefni, sem utan þeirra sýnast
vera notuð lítið eða ekkert. Algengustu nöfn á túnpörtum eru á
norðvesturlandi völlur, flöt og tún, eins og vera mun víðast. Svo eru
og margir partar kallaðir eftir afkasti þeirra eða stærð, svo sem
Hundrað, Eyrisvöllur (sumstaðar afbakað Eiríksvöllur) og Átján-
álnavöllur, og á strjáli Vika, Víkuverk eða Vikuvóllur. Mörgum öðr-
um túnpörtum hafa menn gefið nöfn eftir lögun þeirra og svipuðum
einkennum, og koma þar einnig fram ýmis nöfn, sem þar vestra eru