Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Side 28
32
dísalœkur og annað. Landdísirnar eru nokkurskonar huldukouur.
Um þær virðist vera lítið kunnugt, en Kristian Kálund getur þeirra
og segir, að Landdísasteinar hafi verið álagablettir (Bidrag til en
historisk-topografisk Beskrivelse af Island I, bls. 581). Mönnum
er víðast orðið allsendis óljóst, hvað undir þessum nöfnum býr, og
er því í skránum oft stafað Landísa-. í Súgandafirði virðist hafa verið
kallað landbúi við hliðina á landdís. Þar er í Gilsbrekku landi steinn,
sem sýnist hafa verið kallaður bæði Landbúasteinn og Landdísa-
steinn, en er nú kallaður Könnunarsteinn.
5.
Aður en eg leit á nokkra örnefnaskrá, hafði eg lengi fengizt við
sögu íslenzkra bæjarnafna, og eg má segja með sanni, að þessi
útúrdúr í örnefnin mun koma hinni rannsókninni að miklum not-
um, miklu meiri en eg hafði búizt við. Eg ætla því í lok þessarar
greinargerðar að skýra svolítið frá sambandi örnefna við bæjarnöfn
og frá þýðingu örnefnanna fyrir rannsóknina á þeim.
Flest bæjarnöfnin eru til orðin úr örnefnum. Á norðvesturskagan-
um er það ennþá meiri hluti þeirra en almennt er á landinu. Þessi
bæjarnöfn eru, þegar nöfn hjáleigna, verbúða og annarra ungra býla
eru frádregin, að mestu leyti smáúrval úr þeim örnefnum, sem tíðk-
azt hafa á 10. og 11. öld. Hvar sem reynt verður að komast að
aldri örnefna eða örnefnaliða, er því um að gera að vita, hvort þau
eru til sem nöfn á gömlum lögbýlum eða sem liðir slíkra nafna, svo
sem reynt var að gera hér að framan með nokkur þeirra. Líkt er,
hvað snertir örnefnavenjur á seinni miðöldum og fram á 17. eða 18.
öld, með nöfn hjáleignanna. Nöfn svo sem HjarSarholt, MeSalholt,
Miklaholt og Reykjaholt munu vera örfá eða engin meðal núlifandi
örnefna, en þau eru nöfn á gömlum lögbýlum og hljóta því að hafa
verið venjuleg örnefni í gamla daga.
Sumstaðar bera bæjarnöfn þess vott, að örnefnaorð, sem nú virð-
ast vera notuð á mjög takmörkuðu svæði, að minnsta kosti á norð-
vesturlandi, hafa verið notuð á sömu slóðum þegar fyrir 900 eða
1000 árum. Þannig er með nöfnin Barmur og Hnjótur (sjá bls. 7—8) .
Hinsvegar votta hjáleigurnar, sem heita Girði, að þetta orð var notað
á seinni öldum á hér um bil sama svæði, sem örnefnið Girðisbrekka
nær yfir nú á dögum. Nokkuð svipað er með bæjarnafnið Tröð, sem
víðast er nafn á hjáleigum. Eg fann þetta orð í örnefnaskránum
hvergi fyrir norðan Djúpið allt norður frá Kaldalóni og Steingríms-