Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Page 28

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Page 28
32 dísalœkur og annað. Landdísirnar eru nokkurskonar huldukouur. Um þær virðist vera lítið kunnugt, en Kristian Kálund getur þeirra og segir, að Landdísasteinar hafi verið álagablettir (Bidrag til en historisk-topografisk Beskrivelse af Island I, bls. 581). Mönnum er víðast orðið allsendis óljóst, hvað undir þessum nöfnum býr, og er því í skránum oft stafað Landísa-. í Súgandafirði virðist hafa verið kallað landbúi við hliðina á landdís. Þar er í Gilsbrekku landi steinn, sem sýnist hafa verið kallaður bæði Landbúasteinn og Landdísa- steinn, en er nú kallaður Könnunarsteinn. 5. Aður en eg leit á nokkra örnefnaskrá, hafði eg lengi fengizt við sögu íslenzkra bæjarnafna, og eg má segja með sanni, að þessi útúrdúr í örnefnin mun koma hinni rannsókninni að miklum not- um, miklu meiri en eg hafði búizt við. Eg ætla því í lok þessarar greinargerðar að skýra svolítið frá sambandi örnefna við bæjarnöfn og frá þýðingu örnefnanna fyrir rannsóknina á þeim. Flest bæjarnöfnin eru til orðin úr örnefnum. Á norðvesturskagan- um er það ennþá meiri hluti þeirra en almennt er á landinu. Þessi bæjarnöfn eru, þegar nöfn hjáleigna, verbúða og annarra ungra býla eru frádregin, að mestu leyti smáúrval úr þeim örnefnum, sem tíðk- azt hafa á 10. og 11. öld. Hvar sem reynt verður að komast að aldri örnefna eða örnefnaliða, er því um að gera að vita, hvort þau eru til sem nöfn á gömlum lögbýlum eða sem liðir slíkra nafna, svo sem reynt var að gera hér að framan með nokkur þeirra. Líkt er, hvað snertir örnefnavenjur á seinni miðöldum og fram á 17. eða 18. öld, með nöfn hjáleignanna. Nöfn svo sem HjarSarholt, MeSalholt, Miklaholt og Reykjaholt munu vera örfá eða engin meðal núlifandi örnefna, en þau eru nöfn á gömlum lögbýlum og hljóta því að hafa verið venjuleg örnefni í gamla daga. Sumstaðar bera bæjarnöfn þess vott, að örnefnaorð, sem nú virð- ast vera notuð á mjög takmörkuðu svæði, að minnsta kosti á norð- vesturlandi, hafa verið notuð á sömu slóðum þegar fyrir 900 eða 1000 árum. Þannig er með nöfnin Barmur og Hnjótur (sjá bls. 7—8) . Hinsvegar votta hjáleigurnar, sem heita Girði, að þetta orð var notað á seinni öldum á hér um bil sama svæði, sem örnefnið Girðisbrekka nær yfir nú á dögum. Nokkuð svipað er með bæjarnafnið Tröð, sem víðast er nafn á hjáleigum. Eg fann þetta orð í örnefnaskránum hvergi fyrir norðan Djúpið allt norður frá Kaldalóni og Steingríms-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.