Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Page 30

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Page 30
34 þar er samnefndur bær í nánd eða ekki, að það mun vera óþarfi að telja upp fleiri dæmi. Menn hafa þó ekki alltaf átt kost á þessu úrræði, því að viðskeytti greinirinn er yngri en byggð íslands, og aukningin á notkun hans hefur verið hægfara. Þó að greinirinn sé nú hafður við svo sem öll ósamsett örnefni, svo framarlega sem þau eru um leið algeng jarðfræðileg heiti — svo sem Borg og Háls, Múli og Tangi —, er mönnum þó ennþá nokkuð ótamt að nota hann, þar sem örnefnin eru löng — svo sem Dynjandisheiði og Lambahlíðarbrún —. Það er því ekki furða, þó að menn hafi leitað annarra ráða til þess að komast hjá því að kalla sama nafni bæði bæinn og einhvern stað í umhverfi hans. I Djúpinu er Vatnsfjörður, bæði fjörður eða vík og bær í botni víkurinnar. Svo er kallað á uppdráttunum, og vel getur verið, að þeir kalli svo, sem búa fjær, og greini milli Vatnsfjarðarins og Vatns- fjarðar, eða Vatnsfjarðar og VatnsfjarSarbœjar, eða láti það duga að nota aðrar forsetningar — á VatnsfirSi og í VatnsfirSi o. s. frv. —. En þeir sem búa við fjörðinn, bæði í Vatnsfirði og á Sveinshúsum, kalla fjörðinn VatnsfjarSarvík. VatnsfjarSarvík merkir víkin við Vatnsfjarðarbæinn, og er þar kennt hvort við annað, fyrst bærinn við víkina og svo víkin aftur við bæinn. Slíkt er nokkuð algengt. Svo er auðsætt, að Vei&ileysa (á Ströndum) er með réttu nafn fjarðarins, enda er hann kallaður svo í gömlum heimildum, en nú er það orðið nafn bæjarins eins, og fjörðurinn kallaður Veiðileysufjörður. Fyrir ofan bæinn.Hvítahlíð í Bitru er hlíð, sem eftir uppdrætti her- foringjaráðsins er samnefnd bænum, og mun það vera gamla nafnið á henni, sem fært var yfir á bæinn. En í örneínaskrá Hvítahlíðar segir, að hlíðin heiti Hlíð. Nafn hennar sýnist því hafa verið stytt þar á staðnum sjálfum. Menn hafa getað gert það í aðgreiningar skyni frá nafni bæjarins, en til þess hafa ekki síður getað legið aðrar ástæður. Fyrir mennina, sem þar bjuggu, hlýtur að hafa verið lítil þörf á því að kalla hlíðina sína sín á milli fullu nafni, svo það gat orðið þeim ótamt eða gleymzt með öllu. Ennþá frekar gat þetta skeð, þegar aðfluttir menn tóku við ábúðinni, sem þekktu fátt af örnefn- unum innan landareignarinnar. Þannig gátu bæjarnöfn og örnefni, sem hér ræðir um, greinzt að, án þess að stefnt hafi verið að þessum tilgangi eða nokkrum öðrum. Víkin, sem Skjaldabjarnarvíkur-hærinn er við kenndur, heitir nú Bcejarvtk, Broddaness-bærinn stendur á Bæjarnesi. Víkin, sem Suansoífeur-bærinn í Vatnsfjarðarsveit stendur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.