Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Síða 30
34
þar er samnefndur bær í nánd eða ekki, að það mun vera óþarfi að
telja upp fleiri dæmi.
Menn hafa þó ekki alltaf átt kost á þessu úrræði, því að viðskeytti
greinirinn er yngri en byggð íslands, og aukningin á notkun hans
hefur verið hægfara. Þó að greinirinn sé nú hafður við svo sem
öll ósamsett örnefni, svo framarlega sem þau eru um leið algeng
jarðfræðileg heiti — svo sem Borg og Háls, Múli og Tangi —, er
mönnum þó ennþá nokkuð ótamt að nota hann, þar sem örnefnin eru
löng — svo sem Dynjandisheiði og Lambahlíðarbrún —. Það er
því ekki furða, þó að menn hafi leitað annarra ráða til þess að komast
hjá því að kalla sama nafni bæði bæinn og einhvern stað í umhverfi
hans.
I Djúpinu er Vatnsfjörður, bæði fjörður eða vík og bær í botni
víkurinnar. Svo er kallað á uppdráttunum, og vel getur verið, að þeir
kalli svo, sem búa fjær, og greini milli Vatnsfjarðarins og Vatns-
fjarðar, eða Vatnsfjarðar og VatnsfjarSarbœjar, eða láti það duga
að nota aðrar forsetningar — á VatnsfirSi og í VatnsfirSi o. s. frv. —.
En þeir sem búa við fjörðinn, bæði í Vatnsfirði og á Sveinshúsum,
kalla fjörðinn VatnsfjarSarvík. VatnsfjarSarvík merkir víkin við
Vatnsfjarðarbæinn, og er þar kennt hvort við annað, fyrst bærinn
við víkina og svo víkin aftur við bæinn. Slíkt er nokkuð algengt. Svo
er auðsætt, að Vei&ileysa (á Ströndum) er með réttu nafn fjarðarins,
enda er hann kallaður svo í gömlum heimildum, en nú er það orðið
nafn bæjarins eins, og fjörðurinn kallaður Veiðileysufjörður.
Fyrir ofan bæinn.Hvítahlíð í Bitru er hlíð, sem eftir uppdrætti her-
foringjaráðsins er samnefnd bænum, og mun það vera gamla nafnið
á henni, sem fært var yfir á bæinn. En í örneínaskrá Hvítahlíðar
segir, að hlíðin heiti Hlíð. Nafn hennar sýnist því hafa verið stytt
þar á staðnum sjálfum. Menn hafa getað gert það í aðgreiningar
skyni frá nafni bæjarins, en til þess hafa ekki síður getað legið aðrar
ástæður. Fyrir mennina, sem þar bjuggu, hlýtur að hafa verið lítil
þörf á því að kalla hlíðina sína sín á milli fullu nafni, svo það gat
orðið þeim ótamt eða gleymzt með öllu. Ennþá frekar gat þetta skeð,
þegar aðfluttir menn tóku við ábúðinni, sem þekktu fátt af örnefn-
unum innan landareignarinnar. Þannig gátu bæjarnöfn og örnefni,
sem hér ræðir um, greinzt að, án þess að stefnt hafi verið að þessum
tilgangi eða nokkrum öðrum. Víkin, sem Skjaldabjarnarvíkur-hærinn
er við kenndur, heitir nú Bcejarvtk, Broddaness-bærinn stendur á
Bæjarnesi. Víkin, sem Suansoífeur-bærinn í Vatnsfjarðarsveit stendur