Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Page 34

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Page 34
38 og hafa sjaldan ástæðu til þess að kenna staði í landi sínu við bæinn sinn, nema þeir tali við aðkomumenn, svo sem til dæmis mælinga- mennina. Þetta kemur glöggt fram á allmörgum stöðum. Á uppdráttunum heitir hjá Haga á Barðaströnd Hagatafla og hjá Ósi í Steingrímsfirði Óstafla, en í örnefnaskrám þessara bæja eru bæði fjöllin aðeins kölluð Tafla eða Töflur, I örnefnaskrá Skjaldfannar á Langadalsströnd eru talin 118 nöfn, en ekkert þeirra er dregið af nafni bæjarins. En á uppdrættinum eru nefnd Skjaldfannardalur og Skjaldfannarfjáll, þó að þar séu merkt á sama svæði einungis 10 eða 12 nöfn. Það er auðsætt, að Skjaldfannarfólk er því ekki vant að kalla dalinn sinn og fjallið sitt þessum nöfnum, og Hagamenn og Ósmenn ekki vanir að kalla fjöllin sín Hagatóflu og Óstöflu. Það voru annaðhvort menn á öðrum bæjum, sem létu mælingamönnunum þessi nöfn í té, ellegar töldu heimamenn rétt að aðgreina þessa staði frá öðrum, þar sem þessir menn áttu hlut að. I örnefnaskrá Skjaldfannar eru hinsvegar nefnd Bœjará, Bœjarhólmur, Bcejarhöfði, Bcejarlautir, Bœjarvatn og Bœjarvatnsholt. Þetta eru sönn innanbæjarnöfn, miðuð við af- stöðu þessara staða við heimabæinn. Mismuninn á þessum tveimur nafnaflokkum má sjá víða í skránum, en einna gleggst á Vindheim- um í Tálknafirði, Þeir, sem þar búa, kalla lækinn, sem fellur um túnið, Bœjarlœk, en í Kvígindisfelli, sem stendur samtýnis, er sami lækurinn kallaður Vindheimalœkur. Hvorttveggja er eðlilegt, og svip- að hlýtur að vera víða. I örnefnaskránum kemur það þó sjaldan í ljós, því að Iangflestir heimildarmenn nefna eingöngu þau nöfn, sem þeir sjálfir nota í landi sínu. Það væri gott, ef sumir tækju með nöfn, sem þeir nota um staði í landi nábúanna. Á allmörgum örnefnum, sem dregin eru af bæjarnöfnum, er hægt að sjá, hvort þau muni vera notuð almennt eða einungis út á við. Þar sem bæjarnöfnin eru til í tvennri mynd, samsettri og ósamsettri, vilja í algengum örnefnum, sem dregin eru af þeim, helzt standa styttri myndirnar, svo sem í Arnarfirði Kúlufjall og Kúluhyrna eða í Hrútafirði Bakkafjall, Bakkárvatn og Bakkasel. En lengri myndirnar, svo sem Auðkúlubót, Prestbakkaey og Prestbakkahlíð, benda til þess, að nöfnin séu ekki notuð hversdagslega. Það er afar misjafnt, hve örnefnin, sem dregin eru af nafni bæjar- ins, eru mörg í landi hverrar jarðar, í hlutfalli við allan fjölda örnefn- anna, sem þar eru. Mér þótti gagnslaust að reikna út meðaltölur, en eg reyndi að finna helztu atriðin, sem ráða hlutfallinu. Eg held, að þau muni vera svo sem nú segir. Umrædd nöfn vilja vera þeim
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.