Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Síða 34
38
og hafa sjaldan ástæðu til þess að kenna staði í landi sínu við bæinn
sinn, nema þeir tali við aðkomumenn, svo sem til dæmis mælinga-
mennina.
Þetta kemur glöggt fram á allmörgum stöðum. Á uppdráttunum
heitir hjá Haga á Barðaströnd Hagatafla og hjá Ósi í Steingrímsfirði
Óstafla, en í örnefnaskrám þessara bæja eru bæði fjöllin aðeins kölluð
Tafla eða Töflur, I örnefnaskrá Skjaldfannar á Langadalsströnd eru
talin 118 nöfn, en ekkert þeirra er dregið af nafni bæjarins. En á
uppdrættinum eru nefnd Skjaldfannardalur og Skjaldfannarfjáll, þó
að þar séu merkt á sama svæði einungis 10 eða 12 nöfn. Það er
auðsætt, að Skjaldfannarfólk er því ekki vant að kalla dalinn sinn
og fjallið sitt þessum nöfnum, og Hagamenn og Ósmenn ekki vanir
að kalla fjöllin sín Hagatóflu og Óstöflu. Það voru annaðhvort menn
á öðrum bæjum, sem létu mælingamönnunum þessi nöfn í té, ellegar
töldu heimamenn rétt að aðgreina þessa staði frá öðrum, þar sem
þessir menn áttu hlut að. I örnefnaskrá Skjaldfannar eru hinsvegar
nefnd Bœjará, Bœjarhólmur, Bcejarhöfði, Bcejarlautir, Bœjarvatn
og Bœjarvatnsholt. Þetta eru sönn innanbæjarnöfn, miðuð við af-
stöðu þessara staða við heimabæinn. Mismuninn á þessum tveimur
nafnaflokkum má sjá víða í skránum, en einna gleggst á Vindheim-
um í Tálknafirði, Þeir, sem þar búa, kalla lækinn, sem fellur um
túnið, Bœjarlœk, en í Kvígindisfelli, sem stendur samtýnis, er sami
lækurinn kallaður Vindheimalœkur. Hvorttveggja er eðlilegt, og svip-
að hlýtur að vera víða. I örnefnaskránum kemur það þó sjaldan í ljós,
því að Iangflestir heimildarmenn nefna eingöngu þau nöfn, sem þeir
sjálfir nota í landi sínu. Það væri gott, ef sumir tækju með nöfn,
sem þeir nota um staði í landi nábúanna.
Á allmörgum örnefnum, sem dregin eru af bæjarnöfnum, er hægt
að sjá, hvort þau muni vera notuð almennt eða einungis út á við.
Þar sem bæjarnöfnin eru til í tvennri mynd, samsettri og ósamsettri,
vilja í algengum örnefnum, sem dregin eru af þeim, helzt standa
styttri myndirnar, svo sem í Arnarfirði Kúlufjall og Kúluhyrna eða í
Hrútafirði Bakkafjall, Bakkárvatn og Bakkasel. En lengri myndirnar,
svo sem Auðkúlubót, Prestbakkaey og Prestbakkahlíð, benda til
þess, að nöfnin séu ekki notuð hversdagslega.
Það er afar misjafnt, hve örnefnin, sem dregin eru af nafni bæjar-
ins, eru mörg í landi hverrar jarðar, í hlutfalli við allan fjölda örnefn-
anna, sem þar eru. Mér þótti gagnslaust að reikna út meðaltölur,
en eg reyndi að finna helztu atriðin, sem ráða hlutfallinu. Eg held,
að þau muni vera svo sem nú segir. Umrædd nöfn vilja vera þeim