Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Page 59

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Page 59
ENN UM EYÐINGU ÞJÓRSÁRDALS Eftir Jón Steffensen. Þar sem Sigurður Þórarinsson (hér eftir skammstafað S. Þ.) virðist nú fallinn frá skoðun sinni á aldri ljósa vikurlagsins í Þjórs- árdal (sbr. Þjóðviljann 197. tbl. 1949), kann að þykja óþarft mál að ræða það frekar, enda hefði svo orðið frá minni hálfu, ef S. Þ. hefði svarað gagnrýni minni í Skími 1946 á aldursákvörðun hans á vikurlaginu af sanngirni. I stað þess skýrir S. Þ. í greininni „Örlög byggðarinnar á Hrunamannaafrétti“ (Árb. 1943—48) á þann veg frá skoðunum mínum á aldri byggðarinnar í Þjórsárdal, að auðsætt er, að hann misskilur eða læzt ekki skilja afstöðu mína til málsins, auk þess sem hann leitast við að gera mig að afglapa á tölvísi. Ég neyðist því til að bera hönd fyrir höfuð mér og vil þá jafnframt nota tækifærið til þess að útlista betur afstöðu mína, ef vera kynni, að þeir væru fleiri, sem hefðu lesið ritgerðir mínar um þetta efni með líkri eftirtekju og S. Þ. Þegar ég ritaði greinarnar „Þjórsdælir hinir fornu“ (Samtíð og Saga II) og „Knoglerne fra Skeljastaðir“ (Forntida gárdar i Island) var mér ókunnugt um einstök atriði í öskulagarannsóknum S. Þ. og gat því ekki tekið neina afstöðu til þeirra. Þá var um tvær skoðanir að velja um örlög Þjórsárdals, skoðun Ólafs Lárussonar, að byggðin hafi smám saman lagzt niður um miðja 11. öld, og þá, að byggðina hafi tekið af vegna jarðelda á fyrri hluta 14. aldar. Það var því eðlilegt, að ég athugaði, hvernig beinafundurinn á Skeljastöð- um kæmi heim við þessar skoðanir. Að vísu voru mörg atriðin, sem þurfti að geta sér til um og meta, en á hinn bóginn bar svo mikið á milli um það, hvenær byggðin hefði farið í eyði, að líklegt mátti þykja, að beinafundurinn gæti gefið miklvægar upplýsingar í mál- inu. Síðan reiknaði ég út með þeim tölum, er ég taldi sennilegastar, hver íbúatala byggðarinnar yrði, ef jarðsett hefði verið að Skelja- stöðum, annars vegar í 50 ár og hins vegar í 300 ár. I fyrra fallinu verða íbúamir um 70, en í því síðara 11—12 til jafnaðar. Það er
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.