Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Qupperneq 59
ENN UM EYÐINGU ÞJÓRSÁRDALS
Eftir Jón Steffensen.
Þar sem Sigurður Þórarinsson (hér eftir skammstafað S. Þ.)
virðist nú fallinn frá skoðun sinni á aldri ljósa vikurlagsins í Þjórs-
árdal (sbr. Þjóðviljann 197. tbl. 1949), kann að þykja óþarft mál
að ræða það frekar, enda hefði svo orðið frá minni hálfu, ef S. Þ.
hefði svarað gagnrýni minni í Skími 1946 á aldursákvörðun hans
á vikurlaginu af sanngirni. I stað þess skýrir S. Þ. í greininni „Örlög
byggðarinnar á Hrunamannaafrétti“ (Árb. 1943—48) á þann veg
frá skoðunum mínum á aldri byggðarinnar í Þjórsárdal, að auðsætt
er, að hann misskilur eða læzt ekki skilja afstöðu mína til málsins,
auk þess sem hann leitast við að gera mig að afglapa á tölvísi. Ég
neyðist því til að bera hönd fyrir höfuð mér og vil þá jafnframt nota
tækifærið til þess að útlista betur afstöðu mína, ef vera kynni, að
þeir væru fleiri, sem hefðu lesið ritgerðir mínar um þetta efni með
líkri eftirtekju og S. Þ.
Þegar ég ritaði greinarnar „Þjórsdælir hinir fornu“ (Samtíð og
Saga II) og „Knoglerne fra Skeljastaðir“ (Forntida gárdar i Island)
var mér ókunnugt um einstök atriði í öskulagarannsóknum S. Þ.
og gat því ekki tekið neina afstöðu til þeirra. Þá var um tvær
skoðanir að velja um örlög Þjórsárdals, skoðun Ólafs Lárussonar,
að byggðin hafi smám saman lagzt niður um miðja 11. öld, og þá,
að byggðina hafi tekið af vegna jarðelda á fyrri hluta 14. aldar. Það
var því eðlilegt, að ég athugaði, hvernig beinafundurinn á Skeljastöð-
um kæmi heim við þessar skoðanir. Að vísu voru mörg atriðin, sem
þurfti að geta sér til um og meta, en á hinn bóginn bar svo mikið
á milli um það, hvenær byggðin hefði farið í eyði, að líklegt mátti
þykja, að beinafundurinn gæti gefið miklvægar upplýsingar í mál-
inu. Síðan reiknaði ég út með þeim tölum, er ég taldi sennilegastar,
hver íbúatala byggðarinnar yrði, ef jarðsett hefði verið að Skelja-
stöðum, annars vegar í 50 ár og hins vegar í 300 ár. I fyrra fallinu
verða íbúamir um 70, en í því síðara 11—12 til jafnaðar. Það er