Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Page 63

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Page 63
67 jafnframt harmað, að þeir heima á Fróni, er áttu ritgerðir í bókinni, hefðu ekki haft tækifæri til að kynnast rannsóknum S. Þ. Sömuleiðis hafði ég heyrt í útvarpi og lesið í dagblöðunum um hinar mjög merku rannsóknir hans, sem kollvörpuðu eldri skoðunum á eyðingu Þjórs- árdals. Að óreyndu taldi ég því víst, að öruggt væri um aldur Ijósa vikurlagsins og að byggðin hefði farið í auðn ár 1300. Því að mér er fullljóst, að önnur atriði verða að víkja fyrir öskulögum, sem vitað er um frá hvaða tíma eru, þegar ákveða á aldur fornminja. Það var því með mikilli eftirvæntingu, að ég beið eftir „Forntida gárdar“ og hóf lestur bókarinnar, og ekki stóð á því, að ég fengi þar staðfest- ingu á því, að búið væri að færa sönnur á, hvenær Þjórsárdalur hefði farið í eyði. Þegar í formálanum, sem P. Norlund ritar, segir: „Þjórsárdalur, som engang var tæt bebygget, vides at være gjort ubeboelig ved Askeregn fra et vulkansk Udbrud, som fandt Sted i Aaret 1300 (saaledes nu fastslaaet af fil. lic. Sigurdur Thorarinsson i den Afhandling, sem indleder nærværende Publikation). Alle Dal- en Gaarde kunde altsaa með Sikkerhed siges at være ældre end dette Aar“ (bls. 8). Ég var þó ekki kominn lengra en á bls. 29 í bókinni, þegar fyrsta efasemdin um, að Hekluvikur frá árinu 1300 hefði lagt dalinn í eyði skaut upp kollinum. Þar segir S. Þ. svo frá erindi sínu í Þjórsárdal: „nár förf. sammaren 1939 begav sig till Þjórsárdalur för att som ,,outsider“ deltaga i den nordiska arkeologiska expedi- tionen, var det i hopp om att fá anknytningar mellan asklagren och de framgrávda gárdslámningarna. Men dessutom hágrade möjlig- heten att genom asklagerstudier kunna ge svar pá den gamla frágan: Nár och hur föröddes Þjórsárdalur?“ Ótvíræðara farast honum þó orð um þetta í „Tefrokronologiska studier“. Þar segir svo á bls. 49: „Avsikten hármed (þ. e. Þjórsárdalsförinni) var frámst att utnyttja de möjligheter som hár erbjödo sig att erhálla tefrokronologiska data och hállpunktar, genom at faststálla de vulkaniska asklagrens láge i förhállande till de framgrávda gárdslámningarna“. Með öðr- um orðum: S. Þ. gerði sér vonir um að geta ákveðið aldur öskulag- anna af bæjarrústunum og síðan af aldri öskulaganna að segja til um, hvenær þessir sömu bæir hefðu farið í eyði. Þetta er það, sem rökfræðin kallar „circulus vitiosus", og hefur hann aldrei þótt hald- góður til að komast að rökréttri niðurstöðu, enda hefur sú orðið raunin á fyrir S. Þ. Síðan lýsir S. Þ. afstöðu öskulaganna til bæjarrústanna og kemst að þeirri niðurstöðu, að ljósa vikurlagið sé yngra en landnáms- bæirnir og hafi Iagt Stöng í eyði. Frekari upplýsingar um aldur þessa
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.