Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Síða 63
67
jafnframt harmað, að þeir heima á Fróni, er áttu ritgerðir í bókinni,
hefðu ekki haft tækifæri til að kynnast rannsóknum S. Þ. Sömuleiðis
hafði ég heyrt í útvarpi og lesið í dagblöðunum um hinar mjög merku
rannsóknir hans, sem kollvörpuðu eldri skoðunum á eyðingu Þjórs-
árdals. Að óreyndu taldi ég því víst, að öruggt væri um aldur Ijósa
vikurlagsins og að byggðin hefði farið í auðn ár 1300. Því að mér
er fullljóst, að önnur atriði verða að víkja fyrir öskulögum, sem vitað
er um frá hvaða tíma eru, þegar ákveða á aldur fornminja. Það var
því með mikilli eftirvæntingu, að ég beið eftir „Forntida gárdar“
og hóf lestur bókarinnar, og ekki stóð á því, að ég fengi þar staðfest-
ingu á því, að búið væri að færa sönnur á, hvenær Þjórsárdalur
hefði farið í eyði. Þegar í formálanum, sem P. Norlund ritar, segir:
„Þjórsárdalur, som engang var tæt bebygget, vides at være gjort
ubeboelig ved Askeregn fra et vulkansk Udbrud, som fandt Sted i
Aaret 1300 (saaledes nu fastslaaet af fil. lic. Sigurdur Thorarinsson
i den Afhandling, sem indleder nærværende Publikation). Alle Dal-
en Gaarde kunde altsaa með Sikkerhed siges at være ældre end dette
Aar“ (bls. 8). Ég var þó ekki kominn lengra en á bls. 29 í bókinni,
þegar fyrsta efasemdin um, að Hekluvikur frá árinu 1300 hefði lagt
dalinn í eyði skaut upp kollinum. Þar segir S. Þ. svo frá erindi sínu
í Þjórsárdal: „nár förf. sammaren 1939 begav sig till Þjórsárdalur
för att som ,,outsider“ deltaga i den nordiska arkeologiska expedi-
tionen, var det i hopp om att fá anknytningar mellan asklagren och
de framgrávda gárdslámningarna. Men dessutom hágrade möjlig-
heten att genom asklagerstudier kunna ge svar pá den gamla frágan:
Nár och hur föröddes Þjórsárdalur?“ Ótvíræðara farast honum þó
orð um þetta í „Tefrokronologiska studier“. Þar segir svo á bls. 49:
„Avsikten hármed (þ. e. Þjórsárdalsförinni) var frámst att utnyttja
de möjligheter som hár erbjödo sig att erhálla tefrokronologiska
data och hállpunktar, genom at faststálla de vulkaniska asklagrens
láge i förhállande till de framgrávda gárdslámningarna“. Með öðr-
um orðum: S. Þ. gerði sér vonir um að geta ákveðið aldur öskulag-
anna af bæjarrústunum og síðan af aldri öskulaganna að segja til
um, hvenær þessir sömu bæir hefðu farið í eyði. Þetta er það, sem
rökfræðin kallar „circulus vitiosus", og hefur hann aldrei þótt hald-
góður til að komast að rökréttri niðurstöðu, enda hefur sú orðið
raunin á fyrir S. Þ.
Síðan lýsir S. Þ. afstöðu öskulaganna til bæjarrústanna og kemst
að þeirri niðurstöðu, að ljósa vikurlagið sé yngra en landnáms-
bæirnir og hafi Iagt Stöng í eyði. Frekari upplýsingar um aldur þessa