Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Qupperneq 69
VÖTTURINN FRÁ ARNHEIÐAR-
STÖÐUM
Eftir Margrethe Hald, Kaupmannahöfn.
Árið 1889 var verið að grafa tóft fyrir nýju húsi á Arnheiðarstöð-
um á Fljótsdalshéraði, og fannst þá djúpt í jörðu mórauður hanzki
eða vöttur úr ullarbandi. (Þjms. 3405). Hús hafði verið þarna áður.
Jafnframt fannst þarna hringprjónn úr bronsi, sýnilega frá fornöld.
(Þjms. 3406). Hve náið samband var milli þessara gripa, sést ekki
af fundarskýrslunni, og því er varhugavert að tímasetja vöttinn skil-
yrðislaust eftir prjóninum, en þó gefur hann væntanlega bendingu
um aldur vattarins. Pálma Pálssyni var ljóst 1895, að vötturinn er
ekki prjónaður, og hann hallaðist að þeirri skoðun, að hann gæti
verið frá 10. öld,1) enda er í sjálfu sér ekkert því til fyrirstöðu, eins
og hér verður sýnt, þó að endanlega sönnun vanti.
Þjóðminjasafnið í Reykjavík sýndi mér þá vinsemd 1949 að lána
mér vöttinn til greiningar og ljósmyndunar (1. mynd). Hann er 26
sm að lengd, en víddin þar sem þrengst er um úlnliðinn um 22 sm,
þumallinn um 10 sm að lengd. Bandið er fremur stórgert, spunnið
að sér, en tvinnað frá sér, og er tvenns konar, mismunandi dökkt.
Það hefur komið í ljós, að vinnan á þessum vetti er eins konar
saumur, sem nefna mætti vattarsaum eða nálbragö (nálebinding).
Áhaldið er nál, sem getur verið sívöl og löng og mjó, eins og stopp-
nál í tvöfaldri stærð, en oftast er notuð flöt nál, um 10 sm að lengd
og um 1 sm að breidd uppi við augað. Hún getur verið úr tré, málmi
eða horni, en bein virðist hafa þótt ákjósanlegasta efnið. Verkinu
miðar áfram í lykkjum eftir sömu meginreglu og við hekl og prjón; en
lengra ná ekki heldur líkindi þessara aðferða. I hekli og prjóni myndar
1) Pálmi Pálsson: Tveir hanzkar, Árbók 1895, bls. 34—35; sjá ennfr.
um Arnheiðarstaðavöttinn Margarethe Lehmann-Filhés: Zwei islándische
Handschuhe, Aus den Verhandlungen der Berliner anthropologischen Ge-
sellschaft 21./1. 1896, Maria Collin: Sydda vantar, Fataburen 1917, bls. 71.