Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Qupperneq 92
94
þess, að húsið hafi þá verið nýlega byggt og ógróið kringum það.
/Etti þá garðlag 4 að vera frá því fyrir 1300, en garðlag 5 ekki all-
löngu eftir þann tíma.
Loks skal á það bent, að 1458, þegar Lækjamót kom til skipta
eftir Vatnsfjarðar-Kristínu, eins og fyrr greinir, var jörðin virt til
50 hundraða, en það verð sést, að hefur haldizt síðan allt fram
til jarðamatsins 1861. Þar sem túnið mátti telja svo mikilsverðan
þátt í kostum jarðarinnar, er ólíklegt, að verðmæti jarðarinnar hefði
ekkert breytzt, ef tún hennar hefði verið lítið 1458, en svo stór-
stækkað síðan.
Af framangreindu dreg eg þá ályktun, að gamla túnið á Lækja-
móti hafi þegar snemma á öldum náð um það bil fullri stærð, og
að umrædd garðlög hafi bætzt hvert utan yfir annað á tímabilinu
frá því á söguöld og fram um 1400, að jörðin komst í leiguábúð
og á hrakning milli auðugra eigenda. Síðan hafi komið langt hlé,
þar til Kottúnsræktunin byrjaði á 18. öld og garður var gerður
um hana, að líkindum ekki fyrr en Jón Jónsson eignaðist Lækjamót.
Frá sama tíma þykir mér og líklegt, að sé undirstaðan í garði 7,
enda hafi hann ekki verið gerður fyrr en eftir að Lækjamótsbærinn
var færður. Síðast er það í lok 19. aldar, að Sigurður Jónsson lagar
allan yzta hringinn og hleður hann meira og minna upp, en hann
stendur að mestu óhaggaður enn í dag.
IV. NOKKUR ÖRNEFNI I LÆKJAMÓTSLANDI
1. Orneini í túni.
Kirkjuhóll (1). Svo er nú nefndur gamall öskuhaugur við rúst-
irnar af hinum: forna Lækjamótsbæ. Nafn þetta er minjar frá þeim
tíma, að kirkja var á Lækjamóti, en hefur auðsjáanlega flutzt yfir
á öskuhólinn. Kinnin (2). Náttúrusléttur hólhalli suðaustur af aðal-
hólnum í Lækjamótstúni, mjög skammt vestan gömlu bæjarrúst-
anna. Kinnin hefur eflaust verið hið fyrsta, sem notað var til túns,
eftir að byggð var reist á Lækjamóti. Lautin (3). Lægð, er gengur
frá austurtúnjaðri nokkuð upp eftir túninu, skammt fyrir norðan
gamla Lækjamót. Einarsdagslátta (4). Hólbrekka í austurjaðri
túnsins norðan við Lautina, en austan hinnar fornu heimreiðar-
gatna (sjá meðfylgjandi kort). Veit ekki, við hvern Einar brekka
þessi er kennd, né hvort nafnið er gamalt. Kottún (5). (Nú oft