Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Qupperneq 122
124
fáir annálar segja nokkrar fréttir frá þeim árum. Hraunflóðið fyrir
sunnan Heklu hefur runnið yfir bæjarstæðin þrjú, síðast nefndu.
Hallinn til SV á svæði þessu er ei svo mikill, að hraunið hafi runnið
þar ört yfir, sýna það líka hraunbrúnir háar á jöðrum hraunsins.
Er því líklegt, að tími hafi unnizt til þess að flytja burt úr húsunum
allt lifandi og lausa muni, er voru flutnings virði, ásamt trjám úr
húsunum, áður en hraunið valt yfir rústirnar. Að manntjón hafi
orðið þarna eða mjög stórfellt eignatjón á bæjum þessum sérstak-
lega, er næsta ótrúlegt, af því að enginn annáll getur þess.
Dagverbarnes og Keldnakot. Séra Jón Egilsson (f. 1548, d. um
eða eftir 1634), prestur í Hrepphólum og ,,veizlumaður“ í Skál-
holti, gerir þó ekki lítið úr gosi þessu. I Biskupaannál sínum (Safn
t. s. ísl. I. 36), segir hann, að á dögum Gottsvins biskups (er var
hér 1437—47): ,,hafi eldur upp komið í áttunda sinni í Heklu, sumir
segja sjöunda sinni, og í þeim eldi hafi tekið af 18 bæi á einum
morgni fram undir Heklu, en norður undan Keldum, og þar voru
í tveir stórir staðir, hét annar Skarð eystra, en annar Dagverðarnes.
Það var þá mál manna, ,,að svo mætti spilla Dagverðarnesi, að það
væri ekki betra en Keldnakot"; svo þóttu Keldur lítilsverðar hjá því.
Sumir af þeim bæjum hafa aldrei verið síðan byggðir. Á hvorum
(bænum) fyrir sig voru 50 hurðir á járnum“. Þetta er nú gott að
sumu leyti, þótt mjög sé leitt, að 16 bæjarnöfn skuli vanta.
Séra Jón Egilsson hefur með Biskupaannál sínum lagt mikinn og
merkan skerf til sögu Islendinga, á ljósu og óvenju góðu alþýðumáli,
frá því tímabili, sem vér allir megum vera honum þakklátir fyrir.
En hinu ber eigi heldur að leyna, að Jón var barn síns tíma, trúgjarn
á öfgar eins og almenningur og um þær lítt hneigður til sannsögu-
legra rannsókna. Heimildarrit hafa þá líka verið fá og einhæf að
miklu leyti, en þó að líkindum hvergi betri til en á biskupsstólnum.
Rétt og satt mun það hjá séra Jóni, að Skarð og fleiri bæir hafi eyði-
lagzt að fullu í gosi þessu, en aðrir byggzt fljótt aftur. Hitt er efa-
samara, að á einum morgni hafi eyðilagzt 18 bæir, fram undan Heklu
en norður undan Keldum. Væri þetta skilið svo, að bæir þessir
allir hefðu verið milli Heklu og Keldna, getur það varla samrýmzt
sannleikanum. Þar hafa þó ekki getað verið — svo að nokkur sögn
eða merki sjáist til — fleiri en 8—10 bæir byggðir í einu. En um-
mælin geta e. t. v. innibundið nokkra bæi vestur frá Heklu, efst uppi
á Rangárvöllum.
Stáðirnir stóru. Skarð var ,,staður“ rétt nefndur, meðan þar var
prestur og djákni. En Dagverðarnes hefur aldrei staður verið. Þar