Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Side 123
125
hefur aldrei verið kirkja, ekki svo mikið sem bænahús, svo að kunn-
ugt sé. En getið er um kirkjur, hálfkirkjur og bænahús á 10 jörð-
um öðrum á Rangárvöllum, sem nú eru ekki til. Dagverðarnes hefur
verið í eyði oft og lengi og nú síðan 1912. Þá eru hurðirnar, 50 á
járnum. Fremur held ég, að það gæti heimfærzt að Skálholti en
Skarði, og þeim mun síður að Dagverðarnesi. Járn var í háu verði
og oft af skornum skammti flutt til landsins. Bændur almennt munu
því lengi hafa orðið að notast við siði forfeðra sinna: að láta hurðir
falla í hornklofa, eða snúast á tréásum (eins og kistuhandraðalok),
og loka þeim með tréslám og trétittum, — líkt og enn mun tíðkast
á útikofum sums staðar.
Þá er „mál manna“ um samanburð á Dagverðarnesi og Keldum.
Við það er þrennt að athuga:
1. Stærð jarðanna þá verður ekki borin s.aman, vegna þess að
ekkert mat eða verðgildi er til á Dagverðarnesi frá fyrri öldum, hvorki
meðan Keldur voru taldar 60 hundr. (árið 1627) né 40 hundr.
(1681). En 1861 varð matið á Dagverðarnesi (þá með dugnaðai>
mesta bóndanum, sem þekkist þar), aðeins 4,9 hundr., en Keldur
41,1 hundr. Þá hafði þó blásið upp miklu meira af Keldnalandi en
Dagverðarness, enda af margfalt stærra landi að taka.
2. Þegar litið er til ábúendanna, hefi ég engan ábúanda fundið
nafngreindan í Dagverðarnesi fyrr en á síðustu öldum. Þar hafa því
engir höfðingjar búið. En þar á móti má rekja á Keldum ábúendaröð,
lítið sundurslitna, frá því um 1120 (auk Ingjalds um 1000), og voru
margir þeirra vel þekktir höfðingsmenn. Þar á meðal um nokkur ár
bændahöfðingi sá, sem bezt hefur gnæft yfir íslenzka bændur og einn
hefur nefndur verið „ókrýndur konungur Islands“, Jón Loftsson frá
Odda (d. 1197). — Svo og kona sú hin eina, er ég minnist, að tekin
hafi verið til dómsúrskurðar á alþingi, með Sigvarði biskupi, Steinvör
Sighvatsdóttir (d. um 1270).
3. Keldnakot var til, sennilega í byggð, en farið að spillast, þegar
,,mál manna“ hófst. Hefur því auðvitað verið við það miðað. Nafnið
er ennþá til og rústir eru vel blásnar og því venju fremur augljósar,
vestast í Kaldnalandi, við botna Stokkalækjar. Eftir húsarústum og
túngirðingu að dæma, hefur það ekki verið óverulegt kot. — Jón
Sigurðsson hefur ekki vitað af koti þessu, annars hefði hann að lík-
indum getið þess og leiðrétt þetta í Fornbréfasafni I. 353.