Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Page 123

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Page 123
125 hefur aldrei verið kirkja, ekki svo mikið sem bænahús, svo að kunn- ugt sé. En getið er um kirkjur, hálfkirkjur og bænahús á 10 jörð- um öðrum á Rangárvöllum, sem nú eru ekki til. Dagverðarnes hefur verið í eyði oft og lengi og nú síðan 1912. Þá eru hurðirnar, 50 á járnum. Fremur held ég, að það gæti heimfærzt að Skálholti en Skarði, og þeim mun síður að Dagverðarnesi. Járn var í háu verði og oft af skornum skammti flutt til landsins. Bændur almennt munu því lengi hafa orðið að notast við siði forfeðra sinna: að láta hurðir falla í hornklofa, eða snúast á tréásum (eins og kistuhandraðalok), og loka þeim með tréslám og trétittum, — líkt og enn mun tíðkast á útikofum sums staðar. Þá er „mál manna“ um samanburð á Dagverðarnesi og Keldum. Við það er þrennt að athuga: 1. Stærð jarðanna þá verður ekki borin s.aman, vegna þess að ekkert mat eða verðgildi er til á Dagverðarnesi frá fyrri öldum, hvorki meðan Keldur voru taldar 60 hundr. (árið 1627) né 40 hundr. (1681). En 1861 varð matið á Dagverðarnesi (þá með dugnaðai> mesta bóndanum, sem þekkist þar), aðeins 4,9 hundr., en Keldur 41,1 hundr. Þá hafði þó blásið upp miklu meira af Keldnalandi en Dagverðarness, enda af margfalt stærra landi að taka. 2. Þegar litið er til ábúendanna, hefi ég engan ábúanda fundið nafngreindan í Dagverðarnesi fyrr en á síðustu öldum. Þar hafa því engir höfðingjar búið. En þar á móti má rekja á Keldum ábúendaröð, lítið sundurslitna, frá því um 1120 (auk Ingjalds um 1000), og voru margir þeirra vel þekktir höfðingsmenn. Þar á meðal um nokkur ár bændahöfðingi sá, sem bezt hefur gnæft yfir íslenzka bændur og einn hefur nefndur verið „ókrýndur konungur Islands“, Jón Loftsson frá Odda (d. 1197). — Svo og kona sú hin eina, er ég minnist, að tekin hafi verið til dómsúrskurðar á alþingi, með Sigvarði biskupi, Steinvör Sighvatsdóttir (d. um 1270). 3. Keldnakot var til, sennilega í byggð, en farið að spillast, þegar ,,mál manna“ hófst. Hefur því auðvitað verið við það miðað. Nafnið er ennþá til og rústir eru vel blásnar og því venju fremur augljósar, vestast í Kaldnalandi, við botna Stokkalækjar. Eftir húsarústum og túngirðingu að dæma, hefur það ekki verið óverulegt kot. — Jón Sigurðsson hefur ekki vitað af koti þessu, annars hefði hann að lík- indum getið þess og leiðrétt þetta í Fornbréfasafni I. 353.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.