Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Qupperneq 133
135
vera á ensku, þýzku eða frönsku, eftir atvikum. Registur taldi hann
einnig þurfa að gera. Ennfremur mælti hann eindregið fram með
því, að endurprentað yrði það, sem uppselt er af Arbók.
Vigfús Guðmundsson mælti á móti því, að Árbók yrði breytt,
en studdi tillögu Snæbjarnar Jónssonar um útbreiðslustarfsemi-
Kristján Eldjárn óskaði eftir áliti fleiri fundarmanna um fyrir-
komulag útlendu yfirlitsgreinanna.
Einar Ásmundsson ítrekaði, að stjórninni yrði falið að athuga
enn betur möguleika til að breyta útgáfufyrirkomulagi árbókarinnar.
— Kom síðan frá honum eftirfarandi tillaga: „Fundurinn beinir því
til stjórnarinnar, að athuga, hvort rétt muni vera að breyta um
fyrirkomulag á útgáfu árbókarinnar, og á hvern hátt sé unnt að auka
á fjölda félaganna, og bera svo niðurstöður sínar undir fund í fé-
laginu“.
Gísli Gestsson taldi, að ástæðulaust væri að kvarta undan því, að
árbókin væri ekki öll til, enda væri slíkt venjulegt í félögum yfirleitt,
og það ætti ekki að þurfa að standa þessu félagi fyrir þrifum.
Nokkrar umræður urðu enn um hina framkomnu tillögu, en síðan
var hún borin upp til atkvæða fundarins. Var hún samþykkt með 9
atkvæðum, mótatkvæðalaust.
Þá var gengið til kosninga embættismanna og fulltrúa. Áður en
þær fóru fram, minntist formaður drs. Páls Eggerts Ólasonar, sem
látizt hafði á árinu. Hann hafði verið varaskrifari og fulltrúi félags-
ins síðan 1924, fullan aldarfjórðung. Sýndu fundarmenn minningu
hans virðing sína og risu úr sætum.
Lagt var til, að Jón Steffensen prófessor yrði kjörinn varaskrifari
og fulltrúi í stað drs. Páls Eggerts Ólasonar, og að aðrir embættis-
menn félagsins skyldu allir endurkosnir og sömuleiðis þeir aðrir full-
trúar, er úr áttu að ganga. Var þessi tillaga samþykkt í einu hljóði.
Fleira gerðist ekki og sleit formaður fundi.