Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Blaðsíða 7
ALTARISKLÆÐI FRÁ SVALBARÐI
11
3. mynd. Rómarför, hárið klippt af Jóhannesi.
ið sverð í hendi, en í baksýn sést hálft borgarhliðið, „er Latina
heitir“. Á 3. mynd sjást tveir menn vera að klippa hár postulans,
sem situr nakinn á stól, en til hægri situr jarlinn með brugðið sverð
í hendi frammi fyrir borgarhliðinu. Uppi yfir Jóhannesi og öðrum
manninum sést hönd, öllu fremur hægri hönd manns, og er það lík-
lega hægri hönd Guðs, sem „eigi má öflgast móti ranglætisfullur
vilji mannanna", sem textinn talar um. Á 4. mynd sést postulinn
sitjandi í katlinum, sem eldur logar undir, en til vinstri er maður,
sem virðist halda á töng, er líkist skærunum, sem postulinn var
klipptur með, en raunar er hann hinn hárprúðasti enn þrátt fyrir
klippinguna. Til hægri skipar jarlinn „með digrum metnaði sinn
dómstól fyrir nefndu hliði“, og yfir postulanum sést enn höndin sem
á fyrri myndinni.
Þessi frásögn öll er mjög stytt í II, og er þar raunar aðeins talað
um viðsmjörsketilinn, en hinum þáttunum sleppt. Heita má, að allar
aðrar gerðir sögunnar komi vel heim við myndirnar á klæðinu. Um