Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Blaðsíða 9
ALTARISKLÆÐI frá SVALBARÐl
5. mynd. Sagan um Drúsíönu.
þér. Hér berum vér Drúsíanam vinkonu þína, er oss nærði alla
meður sinni góðmennsku sakir hlýðni þinna boðorða — — —
Sé hér nú þína sæmd, hinn sæli Jóhannes! Þú ert kominn í vora
borg heim af útlegð með allra manna fagnaði, og er nú Drúsíana
undir lok liðin, svo að hún má eigi samgleðjast þeim flokkum, er
nú renna í móti þér.“ Og er blessaður Jóhannes undirstendur fyrir
þetta háreysti, hvað honum er geranda í þvílíku efni, býður hann, að
börurnar gefi stað. Síðan gengur hann nærmeir og biður líkamann
leysa og af sveipa. Eftir það gert talar hann svo með bjartri raust
og skærri, að allir máttu heyra: „Drottinn minn Jesús Kristus vekur
þig, Drúsíana, rís upp þú á þína fætur, og skunda heim til herbergja
að búast fyrir nokkuð, því að eg ætla hjá þér að eta í dag.“ Og þegar
í stað, sem Jóhannes hefur svo talað, sprettur Drúsíana upp af bör-
unum, sem hún væri af svefni vökt, hjartalega fagnandi postul-
anum meður sinni lotning.“5
Á myndinni sést, þegar Drúsíana rís upp, svo „sem hún væri af
svefni vökt“, en við fótaenda baranna stendur postulinn, en á bak