Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Blaðsíða 16
20
ÁRBÖK FORNLEIFAFÉLA GSINS
Sagan af tveimur bræðrum og Kratoni er næst á eftir sögunni
um Drúsíönu í I, II og IV. í III er hún næst á eftir sögunni um
hanann, (sem þar er næst á eftir sögunni um hinn iðrandi spell-
virkja). Aðeins í Tv. p. s. kemur Kratonssaga næst á eftir sögunni
um ræningjann.
8. mynd. Saga um tvo öfundsjúka bræöur.
,,Nær þessum tíma voru aðrir tveir ungir menn mjög ágætir í
borg Effessiorum, Atticus og Eugenius að nafni, veralds ríkir að
auðæfum, er með eftirdæmi þeirra tveggja, er fyrr voru greindir,
seldu alla sína eign meiri og minni og gáfu verðið útlendum mönn-
um með guðs ástríki, komu síðan til Jóhannem postula, fullríkir
í sannri trú og ágætum siðum, svo að innan lítils tíma gera þeir
allskyns tákn, græðandi sjúka menn, frjálsandi djöfulóða, en lýs-
andi blinda, verandi í fylgd og föruneyti ens blessaða Jóhannis,
sem hann fer að predika guðs erindi í ýmsa staði, vitjandi kristn-
ina, er honum var á hendi fólgin af sjálfum guði; því að sjá hinn
háleiti veiðimaður fór þangað jafnan, sem hann skildi sig mest
afla, sakir þess að hann hungraði oftlega að leiða sem flestar sálir
guði til handa; því varð hans prýði mikil og krúna vegsamleg í
himinríki".10 „---------Nú ber svo til, sem hinn sæli Jóhannes
kemur til fyrr nefndrar borgar Pergamum, þann tíma sem hann
vísiterar, hafandi sagða bræður í sínu föruneyti, eru innan borgar
menn fullríkir og stórlega mektugir; í veraldlegri dýrð svo til-
komnir, að þeir voru félausir og forðum þjónustusveinar þeirra
sömu bræðra, sem nú eru fátækir fyrir guðs ást og fylgja Jóhanne
postula. Og er þeir ganga prúðklæddir um staðinn, koma þeir þeim
í augsýn, sem fyrr höfðu verið þeirra meistaramenn. Hvar fyrir
slægur djöfull setur sína ör á streng og skýtur í hjarta guðs ridd-
urum angranarkólfi beiskrar ógleði, fyrir það er þeir sjá sína
þræla skínandi með veraldar blóma vel klædda, en sjálfa sig fátæka
í einu klæði upp standa. Þessi fjandans ör slær þá svo hart, að
þegar er í brottu gleði hugskotsins og blíða andlitsins, hvað er
skjótlega finnur hinn háleiti faðir Jóhannes, talandi svo til þeirra
meður andvarpan og hörmungar yfirbragði: „Eg sér, að ykkar
hugur og yfirbragð er umvent brott af fyrri staðfesti, fyrir það
er þið iðrizt góðs verks, þið fylgduð kenningum drottins vors Jesú
Kristí og fyrirlétuð alla hluti. Sé, þetta mislíkar ykkur nú, og þetta
er sök til ykkarrar ógleði. En þetta má skjótt aftur bætast, ef ykk-