Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Blaðsíða 113
ISLENZKUR TRÉSKURÐUR 1 ERLENDUM SÖFNUM
117
5. Höfðaletursáletrunin:
hædstaþreningmedhelgremakthuyluminafor
norehiamierblyfeoghaldeuaktheilagureingl
askare | brimamigyesusblodeþinburtdr
yfþuillaandaeflöistþiertreisterön
dennminyltmunþaeekertgrandaanno
[,,fornore“ er eflaust rangt ritað fyrir „foruare"]
1802
uöda
rf
6. Ekkert frekar í safnskýrslunni.
PRJÓNASTOKKAR
1. 715—1888. Prjónastokkur úr eik, en tapparnir annar úr beyki
og hinn úr furu. Ferstrendur. Stórt og lítið hverfilok. Skiptist í lítið
og stórt hólf. Stokkurinn sjálfur skorinn út úr heilu. L. 32,2. Br. 3,9.
H. (fyrir utan tappa) 4,1.
2. Vel varðveittur. Ómálaður.
3. Útskurður á hliðum og göflum og loki. Á göflunum báðum er
dálítið jurtaskreyti, lágt upphleypt, og myndast af „kleppi“ á legg
og mörgum blaðflipum, sumum úrhvelfdum. Á langhliðum báðum er
lágt upphleyptur bylgjuteinungur, eins báðum megin. Fábreytilegur
teinungur með ,,klepp“ og hvössu blaði í hverri bylgju. Stöngullinn
er um 1 sm breiður, með þverbandi við hverja hliðargrein. Á „kleppn-
um“ eru einnig tvö þverbönd og auk þess þrjár litlar naglskurðar-
stungur. Lítið blað með kílskurði fyllir út í hvert horn. Þar sem
stöngullinn byrjar, liggja tvö ílöng blöð út frá þverbandi. Á lokinu
er höfðaleturslína. — Mjög snoturt og nákvæmlega gert.
4. Ekkert ártal.
5. gionsdottira.
6. Ekkert frekar í safnskýrslu.
1. 137—1908. Prjónastokkur úr beyki. Ferstrendur, með látúns-
nöglum. Endar loksins grípa um upphækkaða miðkafla á göflunum.
Tappalæsing. L. 29,2. Br. 5. H. (með töppum) 6,4.
2. Stokkurinn sjálfur óskemmdur, en í lokinu er nýr bútur í einu
horninu, festur með smáum málmnöglum.