Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Blaðsíða 75
LEGSTEINAR I REYKHOLTSKIRKJUGARÐI
79
GIFTIST
GUÐRÚNU THIORBIAR=
=NARDOTTR A° — 1769
ÞAUG 0DLUDUST 8 SINl
OG 6 DÆTR. DEIDI A° 1809
HANN VAR GIÆDDR
LlKAMS HREISTI OG GÓÐU SINNIS.
EÐLI . HV0RT HAN ÆFDI
J. GUDRÆKNI. GÓDFISI GEST=
RISNI. LIÚFU . TRÚU . ST0DUG
U LINDI. AF INGRÓINI DIGD
AÐ BÆTA B0L HVAR KUNI.
ÞETTA GI0RDI TIL GRAFSTEIN
S HANS eftir samvisku
HANS SONR EGGERT.
Á neðri röndinni stendur með skrifletri:
Ri/tr af J: SnorraJ'on.
Aths. í neðra hornið til vinstri er óvandlega krotað 1851, en það
er gert síðar en steinninn, því að Jakob Snorrason, er hjó hann, dó
1839. I 8. línu að neðan eru litlir rómverskir V fyrir ofan GI0RDI og
II fyrir ofan TIL, en í 2. línu að neðan er á sama hátt VI fyrir ofan
EFTIR. Ekki er ljóst, hvað þetta á að tákna. Aftan á steininn er
einnig rist alls kyns krot, líkt og börn hafi verið þar að verki. Er
þar nafnið GUÐMUNDUR með afbökuðu rúnaletri, galdrastafir,
orðið þor o. fl. Eggert, sem steininn setti, er séra Eggert Guðmunds-
son í Reykholti, sonur Guðmundar ökónómuss.
13. Steinn Páls Jónassonar, bónda á Noróurreylcjum í Hálsasveit.
Síðasti steinninn í þessum hluta kirkjugarðsins er grágrýtissteinn,
og liggur hann næstur sáluhliðinu. Hann er 43x82,5 sm að stærð,
lítt skemmdur að öðru en því, að örlítið er flaskað úr brúninni vinstra
megin, en brotið þó í. Letrið er latínuletur: