Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Blaðsíða 11
ALTARISKLÆÐI FRÁ SVALBARÐI
15
6. mynd. Postulinn og spellvirlcinn.
er öllum hlutum stýrir, að þeir renna og segja sínum herra, að ríð-
andi maður er kominn í þann stað og vill gjarna finna hann. Sögðu
spellvirkjar því svo ókunnlega frá manni þeim, sem kominn var,
að þeir kenndu eigi Jóhannem postula.
Sem höfðingi ráns og manndrápa heyrir það af framburði sinna
sveina, að maður er kominn, sá er hann vill sjá, rís hann upp skyndi-
lega og herklæðist til handa og fóta. Var maðurinn bæði mikill
vexti og sæmilegur að áliti, rammur að afli og hinn hermannlegasti.
Svo væpntur gengur hann fram veginn, þar til að um langt sér hann
mann á hesti og kennir þegar í stað einkanlegt yfirbragð ástvinar
drottins vors. Því slær yfir hann hræðslu mikilli, þótt bæði væri
hann stór og sterkur, svo að í stað leggur hann á flótta miklu harð-
ara en hann sæi fyrir sér skipaða fylking hermanna. En er gamli
faðir blessaður Jóhannes sér það, slær hann hestinn snarlega fram
á veginn, sem hann sé ungur orðinn í annað sinn, kallandi hátt,
þegar sem hann kemur nokkuð nærri þeim, er flýr, og segir svo til