Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Blaðsíða 28
32
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
i'rá henni hangir klæði, sem líklega er jaðar á altarisklæði (ante-
pendium). Auk þess sér í endann á altarinu sjálfu, sem þar virðist
óklætt, en ekki verður greint, hvort það er hlaðið úr steini eða
smíðað úr tré. Á altarinu (altarisdúknum) stendur eitthvað, sem líkist
kaleik, en yfir skálinni er sem hnoða eða kringla og getur vart tákn-
að annað en patínu. (Ætla mætti, að þetta væri höfuð orms, en bikar,
sem eiturormur teygist upp úr, er tákn Jóhannesar, sbr. söguna um
Aristódímus hér á undan, en við það er það að athuga, að eitrið var
ekki borið Jóhannesi í vígðum kaleik, heldur í bikar, sem ekki á
heima á altari.)11 Auk þessa liggur eitthvað lágt á altarinu, og er
trúlegast, að það sé korpóralsdúkurinn. Það er þó óljóst, en ekki var
margt, sem mátti standa á altari. Svo er að sjá, að altarið standi á
milli tveggja blárra súlna, en þar er slitið af jaðri klæðisins og verð-
ur nú ekki greint, hvort þær hafa tengzt að ofan. Frammi fyrir gröf-
ínni rísa tvær rauðar súlur af samlitri undirstöðu, tengdar með boga
að ofan. Vera má þó, að þetta eigi að tákna (rauðan) vegg með
glugga. Upp af boganum rís turn með knappi efst. Frá turninum ligg-
ur sperra yfir á þá súluna við altarið, sem fjær er, en upp af henni
virðist sjá í rönd á svipuðum turni, en það er þó óljóst, því hér vantar
á klæðið. Beint uppi yfir postulanum hanga tvær hringjandi klukk-
ur, og sér á kólfinn í annarri. Ekki verður greint, hvort súlurnar,
sperran og turninn eiga að tákna altarishimin (baldakin) eða hluta
af kirkjunni, sem er líklega trúlegra, og kynnu klukkurnar að benda
í þá átt. Uppi yfir altarinu og undir sperrunni er fugl á flugi, hvítur
með rauðum útlínum, og stefnir til Jóhannesar. Fuglinn minnir mest
á álft, en vera má, að hann eigi að tákna dúfu — heilagan anda.
Út frá nefi fuglsins, sem er yfir höfði postulans, stafar geislum í
allar áttir, og munu þeir eiga að tákna ljósið, sem kom yfir Jóhannes
á viðskilnaðarstundinni.
Segja má, að myndin falli jafnvel að öllum gerðum sögunnar, og
er vart hægt að tala um neitt á myndinni, sem fari í bága við söguna.
Gröfin er að vísu öllu veglegri en vænta mátti, en líklega hefur al-
mennt verið gert ráð fyrir, að dýrlingagrafir væru íburðarmiklar.
Þess er einnig að geta, að gröfin virðist vera frammi fyrir altarinu,
fremur en til hliðar við það, eins og segir í Tv. p. s., en líklega hefur
þótt örðugt að sýna það í útsauminum. f I, II og III segir aðeins,
að gröfin væri hjá altarinu, í IV hægra megin altaris, en það kem-
ur ekki heim við myndina. Þetta atriði kemur því ef til vill betur
heim við I, II og III en við Tv. p. s., en fellur ekki að IV. Þess er
hvergi getið, að ljósið stafaði frá fugli, né að heilagur andi kæmi að