Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Qupperneq 28

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Qupperneq 28
32 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS i'rá henni hangir klæði, sem líklega er jaðar á altarisklæði (ante- pendium). Auk þess sér í endann á altarinu sjálfu, sem þar virðist óklætt, en ekki verður greint, hvort það er hlaðið úr steini eða smíðað úr tré. Á altarinu (altarisdúknum) stendur eitthvað, sem líkist kaleik, en yfir skálinni er sem hnoða eða kringla og getur vart tákn- að annað en patínu. (Ætla mætti, að þetta væri höfuð orms, en bikar, sem eiturormur teygist upp úr, er tákn Jóhannesar, sbr. söguna um Aristódímus hér á undan, en við það er það að athuga, að eitrið var ekki borið Jóhannesi í vígðum kaleik, heldur í bikar, sem ekki á heima á altari.)11 Auk þessa liggur eitthvað lágt á altarinu, og er trúlegast, að það sé korpóralsdúkurinn. Það er þó óljóst, en ekki var margt, sem mátti standa á altari. Svo er að sjá, að altarið standi á milli tveggja blárra súlna, en þar er slitið af jaðri klæðisins og verð- ur nú ekki greint, hvort þær hafa tengzt að ofan. Frammi fyrir gröf- ínni rísa tvær rauðar súlur af samlitri undirstöðu, tengdar með boga að ofan. Vera má þó, að þetta eigi að tákna (rauðan) vegg með glugga. Upp af boganum rís turn með knappi efst. Frá turninum ligg- ur sperra yfir á þá súluna við altarið, sem fjær er, en upp af henni virðist sjá í rönd á svipuðum turni, en það er þó óljóst, því hér vantar á klæðið. Beint uppi yfir postulanum hanga tvær hringjandi klukk- ur, og sér á kólfinn í annarri. Ekki verður greint, hvort súlurnar, sperran og turninn eiga að tákna altarishimin (baldakin) eða hluta af kirkjunni, sem er líklega trúlegra, og kynnu klukkurnar að benda í þá átt. Uppi yfir altarinu og undir sperrunni er fugl á flugi, hvítur með rauðum útlínum, og stefnir til Jóhannesar. Fuglinn minnir mest á álft, en vera má, að hann eigi að tákna dúfu — heilagan anda. Út frá nefi fuglsins, sem er yfir höfði postulans, stafar geislum í allar áttir, og munu þeir eiga að tákna ljósið, sem kom yfir Jóhannes á viðskilnaðarstundinni. Segja má, að myndin falli jafnvel að öllum gerðum sögunnar, og er vart hægt að tala um neitt á myndinni, sem fari í bága við söguna. Gröfin er að vísu öllu veglegri en vænta mátti, en líklega hefur al- mennt verið gert ráð fyrir, að dýrlingagrafir væru íburðarmiklar. Þess er einnig að geta, að gröfin virðist vera frammi fyrir altarinu, fremur en til hliðar við það, eins og segir í Tv. p. s., en líklega hefur þótt örðugt að sýna það í útsauminum. f I, II og III segir aðeins, að gröfin væri hjá altarinu, í IV hægra megin altaris, en það kem- ur ekki heim við myndina. Þetta atriði kemur því ef til vill betur heim við I, II og III en við Tv. p. s., en fellur ekki að IV. Þess er hvergi getið, að ljósið stafaði frá fugli, né að heilagur andi kæmi að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.