Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Blaðsíða 106
SIGURÐUR BJORNSSON,
KVÍSKERJUM
LÆKJARFARVEGUR LAGAÐUR TIL
Á 14. ÖLD
Sumarið 1959 jafnaði ég (með jarðýtu) blett í svonefndum Vestri-
hvammi, en hann er rétt vestan við Kvísker í öræfum. Þarna var,
eins og víðast í Öræfum, allþykkt vikurlag frá gosinu, úr Öræfa-
jökli 1362, og ýtti ég því fyrst niður fyrir allhátt moldarbarð, sem
þarna var. Þá veitti ég athygli steinaröð, sem kom í ljós, þegar
hreyft var við vikurlaginu. Við nánari athugun sá ég, að hér var
um nokkurs konar garða að ræða, sitt hvorum megin við alldjúpan
en þröngan lækjarfarveg; var hann nærri barðinu um það bil jafn
að breidd og dýpt, en breikkaði og grynnkaði eftir því sem fjær því
dró. Þar var líka aðeins grjót innan á börmunum og ekkert stórt.
En þar sem farvegurinn var dýpstur, var raðað stórum steinum
og klömpum upp á rönd, sitt hvorum megin. Stærstu steinarnir voru
um 80x60X80 sm, og hafa þeir víða tekið 50—60 sm upp úr jarð-
vegi. Smærri steinum var raðað í farveginn, en ekki beinlínis hlað-
ið. Um hlutverk þeirra þarf í engar grafgötur að fara; þeir hafa
verið settir til að varna því að vatn græfi meira en orðið var, og
sumir jafnvel komnir með læknum.
En um klampana, sem reistir höfðu verið við farveginn, gegnir
öðru máli, þeir voru flestir um það bil fet frá bakka (þó mislangt
vegna smáhlvkkja á bökkunum) og hafa því ekki á neinn hátt varið
þá fyrir læknum.
Vegna þess hve farvegurinn var mjór og djúpur þarna (60—80
sm), hefir hann verið hættulegur kindum, þegar snjór var á jörð,
og er líklegast, að þess vegna hafi klömpunum verið raðað sitt hvorum
megin við hann. Að vísu hefir þetta ekki verið gripheldur garður,
en þó sennilega nægilegur til að beina fé fram hjá hættunni í snjó,
sem fé komst um, án þess að troðin væri slóð fyrir það.