Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Blaðsíða 97
KAMBSRÉTT
101
á tímum. Sögn er til um það, að Kambsrétt hafi fyrst verið byggð í
landi býlisins Kambs 1 Holtum, — sunnan í holtsjaðrinum í svo-
nefndu Flatholti, 80 m frá landamörkum Kambs og Herríðarhóls
(Herríðarhólslæk). Sunnan í holtinu sér vel fyrir 5 réttartóftum,
sem eru þar hlið við hlið. Austasta tóftin er að stærð 4x12 m, næsta
6X14 m, hinar 3 eru 5x14 m hver, allar með milliveggjum. Um
5 m ofan (norðan) við réttirnar hefur verið hlaðinn 40 m langur
garður. Allar hleðslur eru úr kökkum. Dyr hafa verið suður úr rétt-
unum, en engar dyr eru milli þeirra eða norður úr þeim. Ekki er
sjáanlegt neitt mannvirki annað, er bent geti til að „almenningur“
hafi verið þar. Um 33 m vestur af tóftunum er hlaðinn hringur
(borg), 10 m í þvermál. Áður fyrr voru slíkir hringir hlaðnir til
skjóls fé og hrossum.
Þótt réttir þessar séu nokkuð stórar, er ekki sennilegt, að þær
hafi verið skilarétt fyrir allan hinn víðlenda og fjármarga Holta-
mannahrepp hinn forna. Til þess virðast þær of litlar og auk þess
illa í sveit settar, á öðrum jaðri sveitarinnar, þar sem ekki var held-
ur um varanlegt byggingarefni að ræða. Líklegt er, að réttir þessar
hafi verið sundurdráttarréttir fyrir vesturhluta sveitarinnar.
Fyrir löngu, enginn veit hvenær, hefur skilarétt verið byggð í
landi Hreiðurs í Holtum, sem enn sér merki fyrir, þótt hún sé vall-
gróin. Hún var nefnd Kambsrétt, og er suðvestur af svonefndum
Sandskörðum í holtsj aðrinum norðaustan við Sótás, skammt frá
Murnardælu. Það lítur út fjmir, að þarna í holtsjaðrinum hafi verið
laut, eða skora, sem notuð hafi verið fyrir almenning, og dilkarnir
hlaðnir í hallana, beggja megin, og hafi að mestu verið í jörðu. Ekki
er hægt að sjá með vissu, hvað þeir hafa verið margir eða stórir;
þeir hafa verið 12—14, kannske fleiri. Almenningurinn er bogadreg-
inn og mjór, 40 m langur. Sitt hvoru megin almenningsdyranna, 5
m frá dilkunum, eru hringlaga tóftir (borgir), það geta verið fjár-
borgir, frá þeim tíma eða síðar. Þessi rétt hefir verið miklu stærri
en réttirnar hjá Kambi, og ætluð fleiri notendum. Þó er varla hægt
að ætla, að hún hafi verið fyrir allan hreppinn. Til þess sýnist hún
of lítil, og eins og hin fyrrnefnda, mjög illa í sveit sett, á öðrum
enda sveitarinnar. Sagt er, að þessi rétt hafi verið lögð niður, og
byggð á öðrum stað, vegna reimleika, eins og Guðlaugur Einarsson
skrifar um í ísl. sagnaþáttum 1951. Réttin var ekki flutt 1880, eins
og þar segir, hún var færð miklu fyrr, nokkru eða löngu fyrir minni
elztu manna, sem nú eru að falla í valinn.
Þegar réttin var færð, var hún byggð á mjög þokkalegri lyngmóa-